Innlent

Samþykkir kaupin á CP Reykjavík

Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til þess að aðhafast vegna kaupa Draupnis fjárfestingarfélags á meirihluta í CP Reykjavík.

Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri Senu. Fréttablaðið/Ernir

Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup Draupnis fjárfestingarfélags, aðaleiganda Senu, á 89,2 prósenta hlut í ráðstefnu-, viðburða- og hvataferðafyrirtækinu CP Reykjavík. Að mati eftirlitsins er ekkert sem bendir til þess að kaupin raski samkeppni með umtalsverðum hætti.

Markaðurinn greindi frá kaupunum í síðasta mánuði en markmið þeirra eru sögð þau að styrkja undirstöður rekstrar Senu Live og CP Reykjavíkur.

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að eftirlitið hafi rætt við ýmsa keppinauta félaganna. Voru meginsjónarmiðin sem komu fram í þeim samtölum þau að kaupin væru ekki til þess fallin að skaða samkeppni á þeim mörkuðum sem félögin starfa á, en það eru aðskildir markaðir. Að einhverju leyti sé samruninn þvert á móti jákvæður fyrir minni keppinauta.

CP Reykjavík velti 880 milljónum króna í fyrra en tekjurnar drógust saman um 4 prósent á milli ára.

„Sena Live starfar á einstaklingsmarkaði meðan CP Reykjavík er á fyrirtækja- og hópamarkaði. Við hlökkum til að geta boðið einstaklingum og fyrirtækjum framúrskarandi þjónustu þar sem sameiginlegur sköpunarkraftur þessara tveggja afla kemur saman,“ var haft eftir Jóni Diðriki Jónssyni, framkvæmdastjóra Senu, þegar tilkynnt var um kaupin.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Í samstarf við risa?

Innlent

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Innlent

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing

Nýjast

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Varaformaðurinn kaupir fyrir fimm milljónir í Högum

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Auglýsing