Fé­lags­menn í Fé­lagi ís­lenskra at­vinnu­flug­manna sam­þykktu í dag til­lögu um að flug­menn hjá Icelandair verði næstu tvo mánuðina í að­eins 50 prósent starfi. Þeir fá því að­eins helming launa sinna frá flug­fé­laginu á meðan á þessu stendur.

Af 443 sem höfðu at­kvæðis­rétt tóku 412 þátt og sögðu 97 prósent þeirra já við fyrr­greindri til­högun.

Mikill verk­efna­skortur er hjá Icelandair um þessar mundir eins og kunnugt er vegna Co­vid-19 heims­far­aldursins