Banda­ríkja­þing hefur sam­þykkt efna­hags­pakka til að bregðast við á­hrifum heims­far­aldurs CO­VID-19 en pakkinn hljóðar upp á 900 milljarða Banda­ríkja­dala. Mitch McConnell, leið­togi Repúblikana innan öldunga­deildarinnar, greindi frá því um helgina að sátt hafi náðst um pakkann en Donald Trump, sitjandi Banda­ríkja­for­seti, mun sam­þykkja pakkann á næstu dögum.

Pakkinn er meðal annars hugsaður til þess að að­stoða fyrir­tæki sem hafa lent illa í far­aldrinum og til kaupa á bólu­efni. Þá er kveðið á um 300 dala hækkun á viku­legum at­vinnu­leysis­bótum og 600 dala á­vísun til allra Banda­ríkja­manna. Sá pakki muni fylgja öðrum stærri efna­hags­pakka, sem einnig var samþykktur í gær, sem er ætlað að styðja við ríkis­reknar stofnanir en sá pakki hljóðar upp á 1,4 billjónir dala. Alls er því um að ræða aðgerðir upp á 2,3 billjónir dala

Ósammála um efni pakkans

Mikið hefur verið tekist á um efna­hags­að­gerðir vegna far­aldursins á þingi en Demó­kratar og Repúblikanar hafa hingað til verið ó­sam­mála um inni­hald og stærð pakkans. Þing­menn frá báðum flokkum þurftu að falla frá ein­hverjum kröfum svo hægt væri að sam­þykkja pakkann fyrir árs­lok en að öllu ó­breyttu hefðu efna­hags­að­gerðirnar runnið út um ára­mótin.

Engu að síður hafa þing­menn Demó­krata ýjað að því að þeir muni fara fram á að aukið fjár­magn verði sett í að­gerðirnar þegar Joe Biden, ný­kjörinn Banda­ríkja­for­seti, tekur við em­bætti þann 20. janúar næst­komandi. „Ég lít á þetta sem fyrsta skrefið og aftur, það þarf að gera meira,“ sagði Nan­cy Pelosi, for­seti full­trúa­deildarinnar, síðast­liðinn sunnu­dag.