Innlent

Sam­runi Basko og Eldum rétt sam­þykktur

Samkeppniseftiritið hefur lagt blessun sína yfir kaup Basko á Eldum rétt.

Stærstu hluthafar Eldum rétt eru félög í eigu Kristófers Júlíusar Leifssonar og Vals Hermannssonar stofnenda fyrirtækisins. Fréttablaðið/Ernir

Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir samruna eignarhaldsfélagsins Basko og Eldum rétt og telur ekki ástæðu til þess að aðhafast vegna samruna félaganna sem tilkynntur var undir lok síðasta árs. 

Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að engar vísbendingar séu um að kaup Basko á Eldum rétt hindri virka samkeppni.

Basko greindi frá kaupunum í desember á síðasta ári en um er að ræða kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt, sem býður viðskiptavinum sínum upp á hráefni í máltíðir. Stærstu hluthafar Eldum rétt eru félög í eigu Kristófers Júlíusar Leifssonar og Vals Hermannssonar, stofnenda fyrirtækisins. Þeir munu áfram halda sem framkvæmdastjórar félagsins.

Basko á og rekur verslanir 10-11 en stærsti hluthafi félagsins er framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa. Framkvæmdastjóri Basko er Árni Pétur Jónsson og á hann samanlagt um 18 prósent hlut í félaginu sem einnig rekur verslanir undir merkjum Iceland, Dunkin' Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Markaðurinn

Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári

Innlent

Vilhelm Már ráðinn forstjóri Eimskips

Innlent

Björg­ólfur Thor fjár­festir í bresku tækni­fyrir­tæki

Auglýsing

Nýjast

Banka­stjórinn biður Malasíu­búa af­sökunar

Hækka verð­mat sitt á Skeljungi lítil­lega

Minni eignir í stýringu BlackRock

Hall­dór Brynjar í eig­enda­hóp LOGOS

Hlutabréf í Icelandair hækka um 3,4 prósent

Verðbólga ekki lægri í Bretlandi í tvö ár

Auglýsing