Kalka sorp­eyðingar­stöð fyrir hönd sveitar­fé­laganna á Suður­nesjum, og SORPA standa nú saman að því að sam­ræma sorp­hirðu­kerfi á Suður­nesjum og höfuð­borgar­svæðinu. Þetta þýðir að sama flokkunar­kerfi verður við öll heimili í sveitar­fé­lögunum ellefu á starfs­svæðum Kölku og SORPU. Með þessu verður flokkunar­kerfi ríf­lega 70 prósent lands­manna sam­ræmt. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Sorpu.

Þar segir að nýja fjögurra flokka sorp­hirðu­kerfið, þar sem mat­vælum, plasti, pappír, og blönduðum úr­gangi verður safnað sér­stak­lega, byggir á lögum um hring­rásar­hag­kerfi og tóku gildi í upp­hafi þessa árs. Stefnt er að því að hefja inn­leiðingu á nýja kerfinu í maí og að inn­leiðingu verði lokið í haust.

„Við erum gríðar­lega á­nægð með þá trausts­yfir­lýsingu sem við upp­lifum þetta sam­starf vera. Bæði felur þetta í sér að nýtt flokkunar­kerfi, sem starfs­menn allra sveitar­fé­laganna á starfs­svæði SORPU, starfs­menn SORPU og SSH unnu í sam­einingu, nýtur trausts utan höfuð­borgar­svæðisins. Að sama skapi er mikill sam­eigin­legur á­vinningur fyrir íbúa þessa svæðis að nýta þá sam­fé­lags­legu inn­viði sem GAJA og brennslu­stöðin í Helgu­vík eru. GAJA er í raun eina leiðin sem í boði er til að með­höndla matar­leifar á suð­vestur­horninu eftir þær laga­breytingar sem tóku gildi um ára­mótin og brennslan í Helgu­vík er góð lausn á ýmsum á­skorunum SORPU,“ segir Jón Viggó Gunnars­son er fram­kvæmda­stjóri SORPU, í til­kynningunni.

Myndin er frá Sorpu.
Mynd/Sorpa

Allur matar­úr­gangur í GAJU

Í til­kynningunni kemur fram að fé­lögin hafi einnig náð saman um að allar sér­safnaðar matar­leifar sem safnast á starfs­svæði Kölku verði sendar til með­höndlunar í GAJU, gas- og jarð­gerðar­stöð SORPU, enda ó­heimilt sam­kvæmt nýju lögunum að farga sér­söfnuðum endur­vinnslu­efnum á borð við matar­leifum með brennslu.

Fé­lögin hafa einnig á­kveðið að til­teknir úr­gangs­flokkar sem safnast hjá SORPU verði sendir til með­höndlunar í brennslu­stöð Kölku í Helgu­vík. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Sorpu er nú unnið að því að kort­leggja í sam­starfi við þau sem eiga úr­ganginn og Kölku hvaða straumar henta best í þeirra brennslu og SORPA þarf að losna við af urðunar­staðnum. Þar er aðal­lega um að ræða ýmsan líf­rænan úr­gang frá rekstrar­aðilum sem ekki fellur undir skil­greiningu matar­leifa og ekki hægt að með­höndla í GAJU.

„Þetta sam­starf er mikils virði fyrir okkur. Að fá að undir­búa svona viða­miklar breytingar í sam­starfi við stærstu aðilana á markaðnum felur í sér mikinn á­vinning fyrir okkur hér á Suður­nesjum. Við í Kölku höfum ekki mann­skap í að hugsa og hanna allar út­færslur á þessu frá grunni. Það var því ó­tal­margt sem mælti með því að gera þetta í góðu sam­starfi. Gleymum ekki að það hefur verið á­kall frá í­búum að flokkun sé sam­ræmd yfir landið allt. Það var því auð­veld á­kvörðun fyrir okkur að svara því kalli íbúa og vinna þétt með höfuð­borgar­svæðinu að þessum breytingum. Sú stað­reynd að SORPA kemur héðan í frá til með að nýta okkar inn­viði í Helgu­vík sýnir einnig fram á mikil­vægi þess að aðilar í þessum geira vinni saman og njóti góðs af styrk­leikum hvers annars. Þetta sam­starf er svo í góðu sam­ræmi við sam­eigin­lega svæðis­á­ætlun sorp­sam­laganna á suð­vestur­horninu sem var undir­rituð í desember í fyrra,“ segir Stein­þór Þórðar­son er fram­kvæmda­stjóri Kölku.

Allar nánari upp­lýsingar um nýja kerfið má nálgast á vefnum www.flokkum.is.