Reitir fast­eigna­fé­lag og Reykja­víkur­borg hafa gert sam­komu­lag um upp­byggingu á um 440 í­búðum á hinum svo­kallaða Orku­reit, 26.000 fer­metra lóð sem teygir sig með fram Grens­ás­vegi á milli Suður­lands­brautar og Ár­múla. Orku­reiturinn er við fyrir­hugaðan Borgar­línu­ás og ný borgar­línu­stöð verður framan við lóðina.

Upp­bygging á Orku­reitnum verður í sam­ræmi við mark­mið og í anda hús­næðis­á­ætlunar Reykja­víkur­borgar þannig að um 15% í­búða á lóðinni verða leigu­í­búðir, í­búðir Fé­lags­bú­staða, stúdenta­í­búðir, bú­setu­réttar­í­búðir og/eða í­búðir fyrir aldraða.

Skipu­lagið er nú í sam­ráðs­ferli og fer í form­lega aug­lýsingu innan skamms. Gert er ráð fyrir að upp­bygging á reitnum geti hafist á fyrri hluta ársins 2022.

Raf­magns­veitu­húsið fær nýtt hlut­verk

Deili­skipu­lags­til­lagan miðar að því að iðnaðar­hús­næði að Ár­múla 31 og bak­hús á miðri lóð víki fyrir 4-8 hæða ný­byggingum í borgar­miðuðu skipu­lagi. Til­lagan gerir þannig ráð fyrir 40.872 m2 af í­búðar­hús­næði, um 440 í­búðum og 6.179 m2 af at­vinnu­hús­næði. Sam­kvæmt fyrir­liggjandi deili­skipu­lags­til­lögu verður heimilað byggingar­magn ofan­jarðar 47.051 m2 .

Gamla Raf­magns­veitu­húsið fær virðingar­sess á lóðinni, en Reitir hafa undan­farið veitt heil­brigðis­yfir­völdum húsið að láni og þannig lagt sitt á vogar­skálarnar í bar­áttunni við CO­VID-19 far­aldurinn hér á landi.

„Þetta svæði býður upp á ein­stakt tæki­færi fyrir borgina til að búa til spennandi og skemmti­lega í­búa­byggð með fram Borgar­línunni sem mun ganga um Suður­lands­braut. Þetta er nýr þróunar­ás borgarinnar frá austri til vesturs. Í­búar munu njóta þess að vera í ná­lægð við Laugar­dalinn og fjöl­breytta þjónustu og verslun í sínu nánasta um­hverfi,“ segir Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri í frétta­til­kynningu.

„Við hjá Reitum höfum lagt mikið upp úr vönduðu skipu­lagi reitsins og höfum því gengið tölu­vert lengra en lög og reglu­gerðir gera ráð fyrir, meðal annars í þá átt að hugað sé að að­lögun að lofts­lags­breytingum, sjálf­bærri orku- og vatns­nýtingu, efnis­vali og ofan­vatns­lausnum. Með því að skoða sér­stak­lega vel hönnun húsa með til­liti til vinds, sólar og um­ferðar­hljóðs viljum við skapa hús­næði sem stenst kröfur bæði í nú­tíð og fram­tíð,” er haft eftir Guð­jóni Auðuns­syni, for­stjóra Reita í sömu til­kynningu.