Með kaupum KS á Gunnars hefðu runnið saman tveir af stærstu fram­leið­endum á majónesi og köldum sósum á Ís­landi. Gunnars er stórt vöru­merki í þessum vöru­flokki og KS fram­leiðir og dreifir sömu vöru­tegundum undir merkjum E. Finns­son.

Fé­lagið Gunnars var upp­haf­lega stofnað árið 1960 af hjónunum Gunnari Jóns­syni og Sig­ríði Regínu Wa­age undir nafninu Gunnars majónes.

Að mati Sam­keppnis­eftir­litsins hefði sam­runinn haft al­var­legar af­leiðingar fyrir sam­keppni, við­skipta­vinum og neyt­endum til tjóns.

Til að byrja með hefði markaðs­ráðandi staða orðið til á nánar til­greindum mörkuðum fyrir hreint majónes og aðrar til­búnar kaldar sósur sem skil­greindir eru nánar í á­kvörðuninni. Eru fyrir­tækin með mjög sterka stöðu á vöru­mörkuðum málsins.

Þannig hefði sam­einað fyrir­tæki orðið stærsta fyrir­tækið á við­komandi mörkuðum og með um­tals­verða yfir­burði yfir helsta keppi­naut sinn Kjarna­vörur. Þá eru fáir fram­leið­endur að majónesi hér­lendis og hefði þeim fækkað um einn vegna sam­runans.

Fyrir­tækin eru einnig nánir og mikil­vægir keppi­nautar við fram­leiðslu og sölu á hreinu majónesi og til­búnum köldum sósum. Með kaupum KS á Gunnars hefði því náinn og mikil­vægur keppi­nautur horfið af sviðinu og þar með það sam­keppnis­lega að­hald sem því fylgir.

Að­gangs­hindranir eru auk þess til staðar sem hindra sam­keppni og gera inn­komu burðugs keppi­nautar eða stækkun keppi­nauta ó­lík­legri en ella. Þá vegur kaup­enda­styrkur fárra aðila á dag­vöru­markaði ekki upp á móti skað­legum á­hrifum sam­runans með full­nægjandi hætti.

Skað­leg úti­lokunar­á­hrif og lóð­rétt sam­þætting hefði eins aukist. Fyrir sam­runann er Kaup­fé­lag Skag­firðinga lóð­rétt sam­þætt fyrir­tæki með fjöl­þætta og víð­feðma starf­semi. Með sam­runanum hefðu um­svif sam­stæðu Kaup­fé­lagsins og lóð­rétt sam­þætting þess aukist sömu­leiðis.

Í krafti aukinnar sam­þættingar og stöðu hins sam­einaða fyrir­tækis á að­liggjandi vöru­mörkuðum málsins hefði sam­runinn haft skað­leg úti­lokunar­á­hrif fyrir sam­keppni á frá­liggjandi mörkuðum, líkt og nánar greinir í á­kvörðuninni.