Sam­keppnis­eftir­litið hefur sent erindi á Sam­tök fjár­mála­fyrir­tækja (SFF) og krafið fram­kvæmda­stjórann um skýringar og gögn fyrir opin­bera um­ræðu fé­lagsins hvað varðar trygginga­fé­lögin á Ís­landi og kvörtun FÍB vegna hags­muna­gæsluna sam­takanna til Sam­keppnis­eftir­litsins.

Í til­kynningu frá FÍB segir að undan­farið hafi sam­tökin bent á sam­ræmt ið­gjalda­okur trygginga­fé­laganna í bif­reiða­tryggingum og að lítil eða engin við­brögð hafi borist frá fjórum trygginga­fé­lögum sem á markaði eru.

„Hins vegar snerust Sam­tök fjár­mála­fyrir­tækja til varnar fyrir hönd trygginga­fé­laganna í grein sem fram­kvæmda­stjórinn, Katrín Júlíus­dóttir ritaði og birti á net­miðlinum Vísi. Í greininni bar Katrín brigður á mál­flutning FÍB um skort á verð­sam­keppni og stöðuga hækkun ið­gjalda öku­tækja­trygginga. Í greininni var einnig að finna til­vísun í tölu­leg gögn frá Hag­stofunni sem ekki stóðust skoðun,“ segir í yfir­lýsingunni frá FÍB.

Þau segja að í vikunni hafi þau sent kvörtun til Sam­keppnis­eftir­litsins vegna hags­muna­gæslu SFF fyrir hönd aðildar­fé­laga á vá­tryggingar­markaði og að stofnunin hafi brugðist hratt við og sent út erindi á fram­kvæmda­stjórann.

Þar bendir Sam­keppnis­eftir­litið SFF á að fyrir­svar fyrir trygginga­fé­lögin öll sem eitt geti haft sam­keppnis­hindrandi á­hrif á markaðinn og að SFF sé ó­heimilt að verja verð­lagningu aðildar­fé­laga sinna á opin­berum vett­vangi. Slík sé ekki eðli­legt hlut­verk hags­muna­sam­taka keppi­nauta.

Sam­keppnis­eftir­litið bendir á að bann sam­keppnis­laga taki til SFF sem hags­muna­sam­taka keppi­nauta á fá­keppnis­markaði. ,,Sam­kvæmt því á­kvæði er sam­tökum fyrir­tækja ó­heimilt að á­kveða sam­keppnis­hömlur eða hvetja til hindrana sem bannaðar eru sam­kvæmt lögunum. Bann 10.gr. sam­keppnis­laga tekur til aðildar­fyrir­tækja SFF,“ segir í erindinu sem sent var til SFF í gær.

SFF fær sam­kvæmt erindinu frest til 29. septem­ber 2021 til að skila inn gögnum um mögu­leg af­skipti sam­takanna varðandi verð­lagningu aðildar­fé­laga. Meðal annars er óskað eftir af­ritum af öllum sam­skiptum SFF við aðildar­fyrir­tæki á tíma­bilinu frá 1. maí 2021 til dagsins í dag. Einnig er óskað eftir af­ritum af öllum gögnum sem tengjast við­brögðum við SFF við gagn­rýni á verð­lagningu eða aðra sam­keppnis­þætti. Í fram­haldi af því mun Sam­keppnis­eftir­litið á­kveða hvort að málið verði tekið til frekari skoðunar.