Sam­herji hefur gripið til ráð­stafana til að inn­leiða nýtt stjórnunar-og reglu­vörslu­kerfi vegna reynslu fyrir­tækisins af starf­semi í Namibíu. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fyrir­tækinu.

Þar kemur fram að á­kvörðunin um inn­leiðingu hafi verið tekin á grund­velli reynslu af starf­semi fyrir­tækisins í Namibíu, eins og áður segir. Nýja kerfið verður hluti af fram­tíðar­stjórnun Sam­herja sam­stæðunnar og mun ná til Sam­herja og allra dóttur­fyrir­tækja.

„Sam­herji mun þróa og inn­leiða heild­rænt stjórnunar- og reglu­vörslu­kerfi sem byggist á á­hættu­skipu­lagi fyrir­tækisins, meðal annars með á­herslu á spillingu, efna­hags­legar refsi­að­gerðir og peninga­þvætti,“ er haft eftir Björg­ólfi Jóhanns­syni, starfandi for­stjóri Sam­herja, í til­kynningunni.

Fram kemur að stefnt stefnt sé að því að ljúka inn­leiðingu kerfisins síðar á þessu ári. „Þetta kerfi mun gegna lykil­hlut­verki í nýrri á­ætlun þar sem við munum krefjast þess að allir starfs­menn taki virkan þátt í ferli til að endur­meta gildi okkar, menningu og starfs­venjur. Við munum síðan inn­leiða verk­ferla fyrir á­hættu­mat og siða­reglur í sam­ræmi við kerfið.“