Innlent

Samherji kaupir breskt dreifingarfyrirtæki

Samherji hefur keypt breska dreifingarfyrirtækið Collins Seafood en það velti um 8,5 milljörðum króna á síðasta rekstrarári.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Fréttablaðið/Auðunn

Samherji hefur gengið frá kaupum á breska dreifingarfyrirtækinu Collins Seafood en breska fyrirtækið hefur um árabil keypt fryst þorsflök af íslenska sjávarútvegsfyrirtækinu.

Samningar tókust í síðustu viku, að því er segir í frétt breska miðilsins Undercurrent News.

Breska fyrirtækið, sem starfar í Durham-sýslu, hefur vaxið hratt á undanförnum árum en á síðasta rekstrarári þess, frá 1. júlí 2016 til 30. júní 2017, velti það 60,2 milljónum punda sem jafngildir um 8,5 milljörðum króna. Jukust tekjurnar um fimmtung á milli ára. Collins skilaði hagnaði fyrir skatta upp á 2,1 milljón punda en hagnaðurinn jókst um 63 prósent á milli ára.

Collins kaupir, eins og áður segir, þorskflök af Samherja og selur þau til fish & chips veitingastaða, einkum í norðausturhluta Bretlands. Auk þess dreifir breska fyrirtækið fiskflökum til heildsala víðs vegar á Bretlandi og Írlandi.

Richard Collins, framkvæmdastjóri Collins, sem hefur byggt fyrirtækið upp frá grunni, mun áfram starfa hjá fyrirtækinu, að því er segir í frétt Undercurrent News.

Samherji hefur átt í viðskiptum í Bretlandi frá árinu 1996 en breski markaðurinn hefur reynst fyrirtækinu mikilvægur. Í fyrra keypti Samherji - í gegnum dótturfélag sitt Seagold - verksmiðju í Grimsby fyrir tilbúna fiskrétti af Seachill, þáverandi dótturfélagi Icelandic Group.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Stjórn Klakka telur skil­yrði um rann­sókn ekki upp­fyllt

Innlent

Ólögleg smálán valdi mestum vanda

Innlent

Gefur Kviku sama frest til að hætta við kaup á GAMMA

Auglýsing

Nýjast

Ármann: „Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera“

Tíu prósenta fækkun flugsæta í sumar

Taka 4 millj­arð­a úr Kvik­u láti þeir ekki af „grimmd­ar­­verk­um“

Skúli hafnar sögusögnum og segir viðræður ganga vel

Icelandair hækkar í fyrstu viðskiptum

Pálmi í hópi stærstu fjárfesta í Icelandair

Auglýsing