Innlent

Samherji kaupir breskt dreifingarfyrirtæki

Samherji hefur keypt breska dreifingarfyrirtækið Collins Seafood en það velti um 8,5 milljörðum króna á síðasta rekstrarári.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Fréttablaðið/Auðunn

Samherji hefur gengið frá kaupum á breska dreifingarfyrirtækinu Collins Seafood en breska fyrirtækið hefur um árabil keypt fryst þorsflök af íslenska sjávarútvegsfyrirtækinu.

Samningar tókust í síðustu viku, að því er segir í frétt breska miðilsins Undercurrent News.

Breska fyrirtækið, sem starfar í Durham-sýslu, hefur vaxið hratt á undanförnum árum en á síðasta rekstrarári þess, frá 1. júlí 2016 til 30. júní 2017, velti það 60,2 milljónum punda sem jafngildir um 8,5 milljörðum króna. Jukust tekjurnar um fimmtung á milli ára. Collins skilaði hagnaði fyrir skatta upp á 2,1 milljón punda en hagnaðurinn jókst um 63 prósent á milli ára.

Collins kaupir, eins og áður segir, þorskflök af Samherja og selur þau til fish & chips veitingastaða, einkum í norðausturhluta Bretlands. Auk þess dreifir breska fyrirtækið fiskflökum til heildsala víðs vegar á Bretlandi og Írlandi.

Richard Collins, framkvæmdastjóri Collins, sem hefur byggt fyrirtækið upp frá grunni, mun áfram starfa hjá fyrirtækinu, að því er segir í frétt Undercurrent News.

Samherji hefur átt í viðskiptum í Bretlandi frá árinu 1996 en breski markaðurinn hefur reynst fyrirtækinu mikilvægur. Í fyrra keypti Samherji - í gegnum dótturfélag sitt Seagold - verksmiðju í Grimsby fyrir tilbúna fiskrétti af Seachill, þáverandi dótturfélagi Icelandic Group.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Eik tapaði dómsmáli gegn Andra Má

Innlent

WOW air klárar 60 milljóna evra fjármögnun

Sjávarúvegur

FISK-Sea­food kaupir þriðjung í Vinnslustöðinni

Auglýsing

Nýjast

Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair

Safnaði 7,7 milljörðum

Varða Capital tapaði 267 milljónum í fyrra

Mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum

Engar olíulækkanir í spákortunum

Stytting vinnu­tíma mikil­vægasta kjara­málið

Auglýsing