Út­gerðar­fyrir­tækið Sam­herji hagnaðist um 7,8 milljarða króna á síðasta ári.

„Þegar litið er til síðasta árs, má segja að reksturinn hafi verið hálf­gerð rússí­bana­reið vegna á­hrifa heims­far­aldursins. Vegna þessa reyndi veru­lega á sam­stöðu allra og út­sjónar­semi,“ er haft eftir Þor­stein Má Bald­vins­syni, for­stjóra Sam­herja í til­kynningu vegna árs­upp­gjörsins sem kynnt var á aðal­fundi fé­lagsins í gær.

Nánar segir í til­kynningu að rekstrar­tekjur Sam­herja-sam­stæðunnar hafi numið 46,5 milljörðum króna í fyrra. „Á aðal­fundinum var á­kveðið að greiða ekki út arð til hlut­hafa vegna síðasta árs,“ er tekið fram í til­kynningunni.