Norski bankinn DNB verður ekki ákærður vegna viðskipta sinna við Samherja og meintra brota fyrirtækisins í Namibíu. Saksóknari í Noregi hefur látið málið falla niður. Í tilkynningu segir DNB að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós upplýsingar sem leiði til ákæru á hendur einstaklinga. Greint er frá þessu í norska miðlinum min24 í dag.

Upplýsingafulltrúi DNB segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi átt í góðum samskiptum við norsku efnahagsbrotalögregluna Økokrim.

Rannsóknin hófst árið 2019 en Samherji var í viðskiptum við bankann allt til ársins 2018. Norska efna­hagsbrota­lög­reglan Økokrim hóf rann­sókn á DNB eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um viðskipti Samherja í Namibíu. Rann­sókn Økokrim hefur aðal­lega beinst að því hvers vegna bankinn hafi ekki til­kynnt um grun­sam­legar milli­færslur Sam­herja­fé­laga til fé­lagsins Tunda­vala í Dubai.