Innlent

Sala Domino's á Íslandi jókst um tæp 5 prósent

​Sala Domino’s á Íslandi á þriðja fjórðungi ársins jókst um 4,6 prósent frá sama tíma í fyrra. Til stendur að opna tvo nýja pitsustaði í þessum ársfjórðungi.

Vörusala Pizza-Pizza ehf., sem á og rekur Domino’s á Íslandi, nam tæpum 5,5 milljörðum króna í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór

Sala Domino’s á Íslandi á þriðja fjórðungi ársins jókst um 4,6 prósent frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu móðurfélagsins, Domino’s Pizza Group, sem birt var í kauphöllinni í Lundúnum í morgun.

Salan hér á landi jókst um 0,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like). Í tilkynningunni kemur fram að Domino’s á Íslandi státi enn af því að vera með hæstu meðaltalssölu á hvern pitsustað sé litið til allra markaða móðurfélagsins.

Í tilkynningunni er jafnframt greint frá áformum um að opna tvo nýja staði hér á landi í þessum ársfjórðungi en staðirnir eru nú 23 talsins. Hafa stjórnendur keðjunnar sagst telja að hér megi reka allt að 30 staði.

Eins og greint var frá í síðasta mánuði nam vörusala Pizza-Pizza ehf., sem á og rekur Domino’s á Íslandi, tæpum 5,5 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um 9,6 prósent frá fyrra ári þegar hún var um 5,1 milljarður króna.

Pizza-Pizza hagnaðist um ríflega 2,2 milljarða króna í fyrra, borið saman við 229 milljónir króna árið 2016, en aukningin skýrist að langmestu leyti af söluhagnaði eignarhluta á síðasta ári upp á meira en 1,7 milljarða króna.

Domino’s Pizza Group, sérleyfishafi pitsukeðjunnar í Bretlandi, bætti sem kunnugt er við hlut sinn í Pizza-Pizza í desember í fyrra og á nú 95 prósenta hlut í félaginu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Í samstarf við risa?

Innlent

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Innlent

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing

Nýjast

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Varaformaðurinn kaupir fyrir fimm milljónir í Högum

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Auglýsing