Sala á­fengis í mars var 8,2% meiri en í mars­mánuði í fyrra sam­kvæmt sölu­tölum frá ÁTVR. Rauð­víns­sala stór­jókst í síðasta mánuði en 25,6% meira af rauð­víni seldist í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra. Hvít­víns­sala jókst um 15,6% og sala á lager­bjór um 6,3%. Sala á öðrum bjór­tegundum jókst um 29,2% á sama tíma­bili. Sala á ó­krydduðu brenni­víni og vodka dregst hins vegar saman um 2,6%.

Sig­rún Ósk Sigurðar­dóttir, að­stoðar­for­stjóri ÁTVR, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að salan hafi verið sér­stak­lega mikil síðustu tvær vikur mánaðarins. Spurð um hvort fleiri séu að kaupa sér vín á virkum dögum þessa daganna segir hún dreifinguna á sölunni að­eins jafnari en áður.

ÁTVR hefur á síðustu vikum hvatt fólk til þess að mæta í Vín­búðina utan anna­tíma til að dreifa á­lagi. Að sögn Sig­rúnar hefur það gengið á­gæt­lega. „Það er enn þá stór föstu­dagur en síðasti föstu­dagur var að­eins minni en meðal föstu­dagur. Þannig, já við sjáum að­eins að það er að dreifast betur,“ segir Sig­rún.

Heimild:ÁTVR

Sigrún segir mikil­vægt að hafa í huga að sala í Vín­búðinni sé að jafnaði 75% af markaðinum. Um þessar mundir er nær enginn sala í frí­höfninni og fáir veitinga­staðir opnir. Því sé órök­rétt að á­lykta að sölutölurnar þýði endi­lega að um sé að ræða meiri neyslu á­fengis.

Spurð um hvernig það gengur að fá fólk til að halda fjar­lægðir inn í búðunum segir hún það fara batnandi. „Ég hef ekki tekið stöðuna ný­lega en ég held þetta sé að koma. Það voru allir að æfa sig til að byrja með og maður fylgist með því þegar maður fer í búð og svona. Ég sá mynd frá vín­búð á laugar­daginn og þá voru við­skipta­vinir vakandi og stóðu í röð með milli­bili. Þetta hefur gengið mjög vel. Það kemur hins vegar fyrir að við þurfum að tak­marka inn í stærstu búðunum.“

Hún segir að ÁTVR vonast til þess að þurfa ekki að loka Vínbúðum á komandi vikum. „Við erum með tví­skiptan starfs­mannan­hóp þannig við eigum vara­hóp. Versta hættan er að það komi upp smit og við þurfum að senda fólk í sótt­kví. Á­herslan hjá okkar er auð­vitað lands­byggðin það er auð­velt að­gengi hér á höfuð­borgar­svæðinu og svo að halda stóru búðunum gangandi þær hafa auð­vitað meiri af­köst,“ segir Sig­rún og bætir við að allt hefur gengið vel hingað til þrátt fyrir að álag sé að aukast.

Sala á lagerbjór jókst um 6,3% í mars milli ára. Sala á öðrum bjórtegundum jókst um 29,2%.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Sig­rún segir einnig mikil­vægt að hafa í huga að stór hluti Ís­lendinga sem að jafnaði dvelur er­lendis hafa komið heim á síðustu vikum. Það gæti einnig haft á­hrif á sölu­tölur ÁTVR.

Ef tíma­bilið frá 1. janúar til 31. mars er skoðað milli ára er 7,9% aukning í á­fengis­sölu. Á þessum fyrstu þrem mánuðum ársins jókst rauð­víns­sala um 14,1% og hvít­víns­sala um 11,2%. Aukningin í sölu á léttvíni á þessu tíma­bili er því mun minni en í síðasta mánuði. Hins vegar er aukning í sölu á lager­bjór og öðrum bjór­tegundum nokkuð svipuð á þessu þriggja mánaða tíma­bili. Sala á lager­bjór jókst um 6,5% og sala á öðrum bjór­tegundum um 30,8%.