Kevin Stan­ford, sem var á meðal stærstu við­skipta­vina Kaup­þings banka fyrir hrun, sakar Lilju Stein­þórs­dóttur, sem gegndi stöðu innri endur­skoðanda gamla Kaup­þings árin 2006 til 2008, um að hafa tekið þátt í svikum gegn sér, fyrir og eftir fall bankans. 

Stan­ford, sem tók þátt í við­skiptum við bankann á­samt þá­verandi eigin­konu sinni, Karen Mil­len, skrifar opið bréf til Lilju á vef Kjarnans þar sem hann fer yfir sína hlið málsins. Um er að ræða annað bréfið á skömmum tíma sem Kevin birtir á vef Kjarnans en í því fyrra segir hann Hreiðar Má Sigurðs­son, fyrr­verandi for­stjóra bankans, hafa notað sig í svika­myllu. 

Sjá einnig: Segir rangt farið með stað­reyndir: „Unnum í góðri trú“

Segir Stan­ford að bankinn hafi skráð á hann bréf upp á 17.300.000 hluta í bankanum og krafið hann ó­vænt um 200 milljónir punda. Skráninguna segir hann hafa verið án hans vit­neskju og sam­þykkis. „Hið meinta lán“, eins og Stanford orðar það, hafi verið gefið út í björgunartilraunum bankans. 

Séð til þess að allt sé gert lögum samkvæmt

Hann vísar í skjöl og minnis­blað í grein sinni þar sem fram kemur að úti­bú Kaup­þings í Lúxem­borg hafi verið skráð fyrir bréfunum en ekki Stan­ford sjálfur. Þá vísar hann til skýrslu­töku sem Lilja sat hjá sér­stökum sak­sóknara. Þar hafi hún meðal annars sagt: 

„Nei sko það verður að at­huga hlut­­verk og skilja hlut­­verk innri end­ur­­skoð­un­ar. Innri end­ur­­skoðun hefur ekki kemur ekk­ert ná­lægt rekstr­inum í fyrsta lagi og hefur ekki stöðugt eft­ir­lit með einu eða neinu. Við erum það má líta á okkur sem utan­­að­kom­andi aðila sem að koma after the fact sem sagt eftir að hlut­irnir ger­ast og skoða hvort að þeir hafi verið í sam­ræmi við, við [...] lög og reglur og innri reglur og allt það.“ 

Með tilliti til þess og í ljósi Lilju hennar hjá bankanum segir Stanford að erfitt sé að skilja hvernig hún gat ekki verið með­vituð um „þetta sam­særi“ gegn honum. Hún sé „sam­sek í Ponzi svindli Kaup­þings“. 

Lítil skynsemi ef undirmenn forstjóra taka við keflinu

Þá gagn­rýnir hann að Lilja hafi fengið að halda starfi sínu sem innri endur­skoðandi í nýjum Arion banka eftir hrun. „Það virð­ist vera lítil eða engin skyn­­semi í því að senda for­­stjóra í fang­elsi ef næsta stjórn­enda­lag fyrir neðan (sem einnig tóku þátt í svik­um) eru eftir til þess að reka fjár­­mála­­stofn­un­ina. Ef það eru sam­­fé­lags­­legir hags­munir sem á að vernda, þá verður það að vera hlut­­verk þeirra sem setja lög og reglur um fjár­­mála­­stofn­anir að af­leið­ingar verði rétt­­mæt­ar,“ skrifar Stan­ford og bætir að lokum við: 

„Ég vil ekki fara fram með rangar á­sak­an­ir, þó benda sönn­un­ar­­gögn til þess að þú tókst þátt í svikum gegn mér, bæði fyrir og eftir fall Kaup­þings. Þar sem þú vinnur ekki lengur fyrir Arion banka býð ég þér að svara ef þú ert ó­sam­­mála ofan­­­greindu,“ skrifar Kevin að lokum. 

Grein Kevins Stan­ford á vef Kjarnans í heild.