Fyrr­verandi stjórnar­menn flug­fé­lagsins WOW air gagn­rýna harð­lega því sem lýst er sem rang­færslum og að­dróttunum í skrifum Stefáns Einars­sonar, við­skipta­rit­stjóra Morgun­blaðsins, í til­kynningu sem send var á fjöl­miðla í dag.

Til­efnið er frétt Stefáns sem birtist í Morgun­blaðinu í dag með fyrir­sögninni „Sækja á 2,8 millj­arða trygg­ingu.“ Í henni er fjallað um til­raunir slita­bús flug­fé­lagsins og kröfu­hafa til að fá bætt tjón sem „þessir aðilar telja sig hafa orðið fyrir vegna á­kvarðana stjórn­enda og stjórnar WOW air,“ líkt og það er orðað í fréttinni.

Í til­kynningu stjórnar­með­lima segir að fréttin sé sett í „undar­legt sam­hengi.“ Segir þar að því sé haldið fram að fé­lagið hafi keypt stjórn­enda­tryggingu á ögur­stundu. Það sé ekki að­eins villandi heldur bein­línis rangt. „Á ögur­stundu stendur fyrir­tækjum ekki til boða að kapa stjórn­enda­tryggingar.“

Segja stjórnar­mennirnir að hið rétta sé að stjórn og stjórn­endur WOW air hafi verið með stjórn­enda­tryggingu „frá fyrsta degi og var hún reglu­lega endur­nýjuð, eins og aðrar tryggingar fé­lagsins.“

Full­yrt er í yfir­lýsingunni að ekkert nýtt sé að finna í skrifum Stefáns,um gamla frétt sé að ræða. „Það er eðli­legt að aðilar sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni í kjöl­far gjald­þrots leiti leiða við að fá tjón sitt bætt. Það er einnig þekkt að það getur verið tví­bent að hafa stjórn­enda­tryggingar, enda getur komið á daginn að kröfu­hafar láti reyna á að sækja í trygginguna, sem þeir hefðu hugsan­lega ekki gert ef slíkri tryggingu væri ekki til að dreifa.

Kröfur voru gerðar í trygginguna á síðasta ári um það leyti sem hún rann úr gildi, en ekkert hefur hins vegar gerst í málinu síðan - engar frekari kröfur hafa verið gerðar né nokkrar um­leitanir átt sér stað.“

Segja frétta­flutninginn mót­sagna­kenndan

Þá full­yrða stjórnar­mennirnir jafn­framt að Stefán Einar sé í mót­sögn við sjálfan sig. Orða­lag hans um „veik­burða til­raun til að forða fé­laginu frá gjald­þroti“ stangist á við full­yrðingar hans um stór­tækar björgunar­til­raunir, sem birtist framar í sömu frétt.

„Til­raunir til að bjarga WOW air voru ekki veik­burða og virðist ætlun höfundarins sú að gera lítið úr þeim að­gerðum sem farið var í til að reyna að bjarga fé­laginu. Það hafði gríðar­lega mikla þýðingu fyrir fram­tíð fé­lagsins að allir skyldu leggjast á eitt um björgun þess. Þetta ætti að vera hverjum sem er ljóst þegar nánast öll flug­fé­lög heims standa nú í viða­miklum björgunar­að­gerðum. En því miður fór sem fór með ömur­legum af­leiðingum.“

Þá segja þeir að það sé „fjarri sann­leikanum“ að stjórnin sé klofin og „hafi eytt undan­förnum mánuðum í að undir­búa varnir sínar vegna fram kominna krafna,“ líkt og Stefán haldi fram.

„Í­trekaður frétta­flutningur við­skipta­rit­stjóra Morgun­blaðsins og höfundar bókarinnar um fall WOW air af málinu byggir því ýmist á rang­færslum eða endur­teknu efni.“