Markaðurinn

Safnaði 7,7 milljörðum

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Anton Brink

WOW air hefur tryggt sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra, jafnvirði um 7,7 milljarða íslenskra króna, en skuldabréfaútboði félagsins lauk í gær. Í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér segir að það hafi nú þegar selt skuldabréf fyrir 50 milljónir evra og 10 milljónir evra verði seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. Þátttakendur í útboðinu voru bæði erlendir og innlendir fjárfestar.

Þá hefur WOW air ráðið Arion banka og Arctica Finance til að hefja undirbúning að skráningu hlutabréfa félagsins innan 12-18 mánaða, bæði hérlendis og erlendis.

Skuldabréfaútgáfan er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu hlutafjárútboði. Fjárfestar sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu fá kauprétt að hlutafé á 20 prósenta afslætti, þegar félagið verður skráð á markað, sem nemur helmingi af höfuðstól bréfanna en kauprétturinn verður að fullu framseljanlegur og gildir til fimm ára.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Krónan ekki veikari í meira en tvö ár

Erlent

Vilja reka Zucker­berg úr stóli stjórnar­for­manns

Innlent

Samþykkir kaupin á CP Reykjavík

Auglýsing

Nýjast

Afkoma Origo betri en áætlað var

Vá­­­trygginga­­fé­lögin styrkja hjarta­deild um 18 milljónir

Sjóðsfélagar njóta forgangs við úthlutun íbúða

Aldrei erfiðara að kaupa fyrstu eign

Að geta talað allan daginn hentar vel

Lítil virkni háir hluta­bréfa­markaðinum

Auglýsing