Markaðurinn

Safnaði 7,7 milljörðum

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Anton Brink

WOW air hefur tryggt sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra, jafnvirði um 7,7 milljarða íslenskra króna, en skuldabréfaútboði félagsins lauk í gær. Í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér segir að það hafi nú þegar selt skuldabréf fyrir 50 milljónir evra og 10 milljónir evra verði seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. Þátttakendur í útboðinu voru bæði erlendir og innlendir fjárfestar.

Þá hefur WOW air ráðið Arion banka og Arctica Finance til að hefja undirbúning að skráningu hlutabréfa félagsins innan 12-18 mánaða, bæði hérlendis og erlendis.

Skuldabréfaútgáfan er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu hlutafjárútboði. Fjárfestar sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu fá kauprétt að hlutafé á 20 prósenta afslætti, þegar félagið verður skráð á markað, sem nemur helmingi af höfuðstól bréfanna en kauprétturinn verður að fullu framseljanlegur og gildir til fimm ára.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Helga Hlín segir sig úr til­nefningar­nefnd VÍS

Innlent

Vextir Seðla­bankans ó­breyttir

Innlent

Nýtt ­app Arion banka opið öllum

Auglýsing

Nýjast

Sjóðir Eaton Vance bæta við sig í Arion

Ísland áratug á eftir Noregi í netverslun

Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg

Heimavellir ætla að sækja sér allt að 12 milljarða

Fengu 80 milljónir í þóknanir

Einn sjóður með nærri helming aflandskróna

Auglýsing