Erlent

Sá­diarabískur prins fjár­festir í Snapchat

Fjár­festi í for­ritinu fyrir 250 milljónir dala í gær. Um er að ræða 2,3 prósent hlut.

Al-waleed bin Talal. Fréttablaðið/Getty

Sádiarabíski prinsinn Al-waleed bin Talal keypti í gær 2,3 prósent hlut í samfélagsmiðlinum Snapchat á 250 milljón Bandaríkjadali. Um er að ræða jafnvirði 26,8 milljarða króna en bin Talal keypti fyrir ellefu dali á hlut. CNN greinir frá.

Bin Talal, sem er hluti af konungsfjölskyldunni í Sádi-Arabíu, hitti Evan Spiegel, einn stofnenda Snapchat fyrir þremur árum þar sem þeir ræddu miðilinn og mögulega fjárfestingarkosti. Prinsinn lýsti yfir ánægju sinni með fjárfestinguna í gær og sagði horfurnar góðar fyrir Snapchat.

Nýverið keypti bin Talal hlut í frönsku streymisveitunni Deezer á 267 milljónir dala en fyrir á hann hlut í samfélagsmiðlinum Twitter, JD.com og leigubílaþjónustunni Lyft. Hagnaður Snapchat jókst um 44 prósent á milli ára en notendum forritsins fækkaði hins vegar í kjölfar umdeildra útlitsbreytinga.

Prinsinn var í 45. sæti Forbes-tímaritsins yfir auðugasta fólk í heimi í fyrra. Þá fékk hann viðurnefnið „Hinn arabíski Warren Buffett“ í tímaritinu Time, eftir auðkýfingnum frá Omaha. Eignir bin Talal eru metnar á 18,7 milljarða dala.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Allt að ellefu strengir á teikniborðinu

Erlent

Elliott kaupir hlut í Bayer

Erlent

Tekur við stjórnarformennsku í Danske Bank

Auglýsing

Nýjast

Hækkun snerist í lækkun eftir fréttir af WOW

Tvö framboð til stjórnar VÍS dregin til baka

At­lants­olía vildi kaupa elds­neytis­stöðvar af N1

Fjárfesting Indigo í WOW nemi allt að 9,4 milljörðum

Baldvin kaupir fyrir tugi milljóna í Eimskip

Icelandair hækkar verulega í fyrstu viðskiptum

Auglýsing