Innlent

SA leggjast gegn frumvarpi um Íbúðalánasjóð

Í drögunum kemur fram að skerpa eigi á hlutverki sjóðsins á sviði greiningar og mun hann auk þess sinna lánahlutverki sínu áfram.

Gagnrýna samtökin það að sjóðurinn fái greiningar- og stefnumörkunarhlutverk á þeim forsendum að fjölmargir aðilar sinni slíkri vinnu og gefi reglulega út greiningar um stöðuna á húsnæðismarkaði. Fréttablaðið/Anton Brink

Samtök atvinnulífsins hafa lagst gegn drögum að stjórnarfrumvarpi á Alþingi um húsnæðismál og breytt hlutverk Íbúðalánasjóðs. Í drögunum kemur fram að skerpa eigi á hlutverki sjóðsins á sviði greiningar og mun hann auk þess sinna lánahlutverki sínu áfram.

Sjóðurinn muni annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði húsnæðismála og upplýsa almenning um stöðuna. Þá muni hann halda utan um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga, annast veitingu stofnframlaga og lánveitinga og beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á húsnæðismarkaði.

SA gerir í umsögn sinni alvarlegar athugasemdir við að sjóðurinn fái heimild til að krefja stjórnvöld og stofnanir um gögn og upplýsingar um húsnæðismarkaðinn.

„Draga samtökin verulega í efa að það standist lög að greiningardeild sjóðsins sé gefinn aðgangur að upplýsingum umfram aðra greiningaraðila á markaði,“ segir í umsögninni.

Þá gagnrýna samtökin að sjóðurinn fái greiningar- og stefnumörkunarhlutverk á þeim forsendum að fjölmargir aðilar sinni slíkri vinnu og gefi reglulega út greiningar um stöðuna á húsnæðismarkaði. 

Íbúðalánasjóðir í undantekningartilvikum

„Að sjóðnum sé í senn ætlað að vinna að stefnumótun á sviði
húsnæðismála, vera ráðherra til ráðgjafar um mótun húsnæðisstefnu auk þess að stunda lánsviðskipti verður að teljast óheppileg tilhögun og til þess fallin að draga úr trúverðugleika stofnunarinnar.“

SA hvetur frekar til þess að haldið verði áfram með vinnu við endurskoðun á Íbúðalánasjóði og að fram fari allsherjargreining um raunverulega þörf sjóðsins.

„Í vissum tilvikum kunni að vera góð rök fyrir því að ríki
standi fyrir uppbyggingu lánasjóða á húsnæðismarkaði en einungis í undantekningartilvikum. Þá er ótímabært að veita Íbúðalánasjóði önnur hlutverk, t.a.m að starfa sem greiningardeild, fyrr en starfsemin í heild hefur verið endurskoðuð,“ segir í lok umsagnar SA.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Rekstrar­af­gangur Í­búða­lána­sjóðs 1,4 milljarðar

Innlent

Byggja þarf 45 þúsund í­búðir á næstu 22 árum

Innlent

Vilhelm Már ráðinn forstjóri Eimskips

Auglýsing

Nýjast

Banka­stjórinn biður Malasíu­búa af­sökunar

Björg­ólfur Thor fjár­festir í bresku tækni­fyrir­tæki

Hækka verð­mat sitt á Skeljungi lítil­lega

Minni eignir í stýringu BlackRock

Hall­dór Brynjar í eig­enda­hóp LOGOS

Hlutabréf í Icelandair hækka um 3,4 prósent

Auglýsing