Innlent

S&P segir aukna áhættu fylgja sókn lífeyrissjóða í húsnæðislán

Lífeyrissjóðir hafa stóraukið lánveitingar sínar til heimila á undanförnum árum. Fréttablaðið/Anton Brink

Áhætta er fólgin í því að lífeyrissjóðir hafa aukið lánveitingar til heimila á kostnað bankakerfisins á undanförnum árum. Enda hefur ekki enn reynt á getu þeirra til að hafa eftirlit með lánveitingunum. Þetta kemur fram í áliti matsfyrirtækisins S&P sem staðfesti á föstudag óbreytta lánshæfiseinkunn ríkissjóðs eða A/A-1 með stöðugum horfum.

Markaðshlutdeild lífeyrissjóða á þessu sviði hefur vaxið í 18 prósent úr 10 prósentum á tveimur árum. Slæm ávöxtun af eignum lífeyrissjóða gæti haft í för með sér að skerða þurfi lífeyrisgreiðslur. Það gæti leitt til verri fjárhagsstöðu heimila sem gæti haft efnahagslegar afleiðingar, segir í greiningunni.

Bent er á að sögulega hafi laun hérlendis hækkað meira en sem nemur vexti í framleiðni og verðbólgu. Búast má við í ljósi kröftugs hagvaxtar að vissir hópar launþega krefjist umtalsverðra launahækkana, sem gæti dregið úr samkeppnishæfni landsins, ef kröfur annarra stétta verði á sömu leið .

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Sam­einar ást á Ís­landi og vín­gerð á Vest­fjörðum

Innlent

Sérbýli ekki hækkað meira síðan í mars 2017

Innlent

KG Fiskverkun í hóp stærstu hluthafa HB Granda

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Bankar loka fyrr vegna lands­leiksins

Innlent

Bandarískur sjóður í hóp stærstu hluthafa Marels

Erlent

Elon Musk æfur út í starfs­mann Tesla

Innlent

Alþjóðlegur banki kaupir Beringer Finance

Bandaríkin

Trump hótar frekari tolla­lagningu á Kína

Innlent

Ísland hækkar á lista stafrænnar samkeppnishæfni

Auglýsing