Rúss­neskir auð­kýfingar hafa í auknum mæli sótt til Dúbaí í Sam­einuðu arabísku fursta­dæmunum til að forðast af­leiðingar við­skipta­þvingana vestur­veldanna vegna stríðsins í Úkraínu.

Yfir­völd víða, Bret­landi til dæmis, hafa gripið til þess ráðs að frysta eignir rúss­neskra auð­jöfra sem taldir eru tengjast Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta nánum böndum.

Breska ríkis­út­varpið, BBC, greinir frá því að eftir­spurn eftir hús­næði frá rúss­neskum ríkis­borgurum í Dúbaí hafi aukist mjög á árinu, eða um 67% miðað við sama tíma á síðasta ári.

Sam­einuðu arabísku fursta­dæmin hafa ekki for­dæmt inn­rás Rússa í Úkraínu og ekki tekið þátt í refsi­að­gerðum gegn landinu.

Fyrir­tækið Virtuzone, sem að­stoðar er­lenda ríkis­borgara við að koma sér fyrir í Dúbaí, hefur að­stoðað fjöl­marga Rússa undan­farna mánuði. Fram­kvæmda­stjóri fyrir­tækisins, Geor­ge Hoj­eige, segir að aukningin sé marg­föld á við það sem áður var.

„Þeir hafa á­hyggjur af efna­hags­legum af­leiðingum stríðsins. Þess vegna koma þeir hingað, til að tryggja eignir sínar,“ segir Geor­ge.