Þrír nýir starfs­menn hafa verið ráðnir til Fossa fjár­festingar­banka. Rúnar Frið­riks­son hefur verið ráðinn yfir­maður eigin við­skipta Fossa og hefur störf í dag, 1. desember. Hrafn­kell Ás­geirs­son hefur þegar hafið störf á lög­fræði- og reglu­vörslu­sviði bankans og Sig­rún Vala Hauks­dóttir tekur á næstunni til starfa í fyrir­tækja­ráð­gjöf Fossa.

Rúnar hefur starfað í nær tvo ára­tugi við eigin við­skipti fjár­mála­fyrir­tækja. Árin 2004 til 2007 var hann sér­fræðingur á sviði eigin við­skipta Kaup­þings. Þaðan var hann ráðinn til Saga Capi­tal sem yfir­maður eigin við­skipta þar sem hann starfaði til 2011. Árin 2012 til 2014 gegndi hann stöðu sér­fræðings á sviði eigin við­skipta hjá Straumi fjár­festingar­banka.

Rúnar kemur til Fossa frá Arion banka þar sem hann hefur starfað sem sér­fræðingur eigin við­skipta bankans frá árinu 2015. Rúnar er rekstrar­hag­fræðingur frá Við­skipta­há­skólanum á Bif­röst og með BSc. gráðu í við­skipta­fræði frá sama skóla og er hann lög­giltur verð­bréfa­miðlari.

Hrafn­kell Ás­geirs­son kemur til Fossa frá LOGOS lög­manns­þjónustu þar sem hann hefur starfað frá 2017, en síðast­liðið ár var hann á skrif­stofu stofunnar í London. Helstu starfs­svið Hrafn­kels hafa verið fjár­mála­markaðir, fé­laga­réttur og fyrir­tækja­ráð­gjöf, auk sam­runa og yfir­taka. Hrafn­kell er með meistara­gráðu í lög­fræði frá Há­skóla Ís­lands á­samt því að vera með réttindi til mál­flutnings fyrir héraðs­dóms­tólum.

Sig­rún starfaði áður hjá fyrir­tækja­ráð­gjöf KPMG og þar áður sem sér­fræðingur á sviði markaðs­við­skipta hjá Seðla­banka Ís­lands. Sig­rún lauk BS gráðu í hag­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík og stefnir að því að ljúka meistara­gráðu í fjár­málum fyrir­tækja á komandi ári. Hún hefur einnig lokið prófi í verð­bréfa­við­skiptum.