Rúna Dögg Cor­tez hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri hönnunar­stofunnar Kolof­on. Rúna hóf störf hjá Kolof­on sumarið 2021 og hefur haldið utan um verk­ferla og um­sjón við­skipta­vina sem hönnunar­stofu­stjóri stofunnar. Hún hefur einnig setið í fram­kvæmda­stjórn frá því á síðasta ári.

Rúna er með yfir 20 ára reynslu í skapandi verk­efnum, bæði hjá Branden­burg og þar áður sem fram­kvæmda­stjóri Aug­lýsinga­miðlunar.

„Kolof­on fagnaði 5 ára af­mæli sínu í byrjun febrúar og hefur starf­semi stofunnar þróast og þroskast tölu­vert á þeim tíma — á meðan við höfum slípað til sér­þekkingu okkar, sem liggur í á­sýndar­hönnun og upp­lýsinga­fram­setningu. Ein helsta sér­staða stofunnar liggur í sam­setningu starfs­fólks hennar, blöndu af hönnuðum og for­ritara, og þeim á­herslum í verk­efnum sem sú blanda gerir okkur kleift að ná,” segir Hörður Lárus­son, einn stofn­enda stofunnar.

„Með því að fá Rúnu í brúnna sjáum við góð tæki­færi til að halda á­fram að fín­stilla okkur og með því ná enn betri og skemmti­legri vinnu með öllum hópnum.”

Meðal helstu við­skipta­vina Kolof­on má nefna Vega­gerðina, Ríkis­lög­reglu­stjóra, Strætó, Isavia, Lands­virkjun, Mos­fells­bæ, Reykja­víkur­borg og fleiri. Með Rúnu starfa sjö á Kolof­on, hönnuðir og for­ritari.