Innlent

Rúmlega 1,5 milljón flugu frá Bretlandi til Íslands

Ferðamönnum hefur fjölgað mikið hér á landi á síðustu árum. Bretar eru vinsælasti ferðamannahópurinn hér á landi yfir vetrarmánuðina, en mikið úrval er á flugi frá Bretlandi hingað til lands.

Ferþamönnum hefur fjölgað mikið hér á landi á síðustu árum. Fréttablaðið/Andri Marino

Á síðasta ári flugu rúmlega 1,5 milljón farþega frá Bretlandi til Íslands. Þar af heimsóttu 323 þúsund Bretar Ísland, en hinir voru Íslendingar, ferðamenn frá öðrum þjóðum og þeir sem fljúga á milli Bretlands og Norður-Ameríku og millilenda hér á landi í leiðinni. 

Túristi.is greinir frá, en þar kemur fram að yfir vetrarmánuðina séu Bretar fjölmennasti hópur ferðamanna hér á landi. Framboð á flugi milli Bretlands og Íslands er gott. Til að mynda er hægt að fljúga til Íslands frá 13 breskum flugvöllum ásamt því að hægt er að fljúga frá nokkrum öðrum flugvöllum á vegum ferðaskrifstofa. Í heildina litið flugu fimmtungi fleiri til Íslands frá Bretlandi en árið á undan.

Um árabil var Heathrow-flugvöllur við London sá flugvöllur sem flestir nýttu sér til að ferðast hingað til lands frá Bretlandi. Á síðustu árum hefur þó orðið breyting á og Gatwick flugvöllur, sem stendur suður af höfuðborginni, verið vinsælli en Heathrow. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Skilríkjamál aldrei jafn mörg í Leifsstöð

Innlent

Yfir­­­völd í Dublin tóku yfir vél WOW

Ferðamennska

Ferðamönnum fjölgaði um 8 prósent á milli ára

Auglýsing

Nýjast

Ásta Þöll og Elísabet til liðs við Advania

Hagvöxtur í Kína í áratugalágmarki

Þóranna ráðin markaðsstjóri SVÞ

Í samstarf við risa?

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Auglýsing