Rukkunar­stefna írska lág­gjalda­flug­fé­lagsins Ry­anair hefur verið dæmd ó­hóf­leg í spænskum rétti, í kjöl­far þess að far­þegi var rukkaður fyrir hand­far­angurs­tösku sína sem hún hafði með sér án sér­staks miða. BBC greinir frá.

Ry­anair leyfir einungis hand­far­angur sem hægt er að koma fyrir undir sætum og var konan því neydd til að borga tuttugu evrur í sektar­gjöld, því sem nemur rúmum 2700 krónum, fyrir að hafa tekið með sér tíu kíló hand­far­angurs­tösku.

Far­þeginn var á ferð frá Madríd til Brussel þegar hún var rukkuð fyrir auka­gjöld. Spænskur dómari kvað á um að konunni skyldi endur­greidd sektin, taska konunnar hefði auð­veld­lega komist fyrir í hand­far­angurs­geymslu vélarinnar. Konunni voru hins vegar ekki dæmdar bætur, þar sem ekki hefði verið sýnt fram á að at­vikið hefði valdið konunni nægjan­legum ó­þægindum.

Er flug­fé­laginu gert að breyta stefnu sinni hvað þetta varðar. Fé­lagið, ó­líkt öðrum, rukkar alla far­þega sem koma með fleiri en einn per­sónu­legan hlut um borð vélarinnar.

For­svars­menn flug­fé­lagsins hafa þegar til­kynnt að ekki standi til að breyta stefnu fé­lagsins hvað þetta varðar. Segja þeir það sinn rétt, að á­kvarða eigin gjöld og stærð far­angurs sem sé leyfður um borð í vélunum.