Vart þarf að kynna Royal búðing fyrir landsmönnum en nú í fyrsta sinn frá sjötta áratugnum er komin ný bragðtegund.

Tilkynnt var um þetta á Facebook síðu Royal í morgun þar sem kemur fram að nýja bragðtegundin sé salt-karamella.

Royal búðingur eru í eigu John Lindsay hf en hefur verið framleiddur í verksmiðju Agnars Ludvigssonar í 66 ár, frá árinu 1954. Litla verksmiðjan á Nýlendugötu var stofnuð af Agnari Ludvigssyni árið 1941 sem heildsölu- og innflutningsfyrirtæki en framleiðsla á lyftidufti og Royal búðinga hófst árið 1954.

Tilkynningin vakti mikla lukku og hafa rúmlega 130 manns tjáð sig á samfélagsmiðlum um þetta nýja bragð. Royal búðingarnir hafa sannarlega algerlega í gegn og eru vinsæll eftirréttur á borðum Íslendinga og hafa umbúðirnar verið eins í frá upphafi.