Verk­efna­stjóri hefur fengið það verk­efni í hendurnar að finna leiðir til að auka ný­liðun kvenna í upp­lýsinga­tækni í sam­starfi við stýri­hóp sem skipaður verður úr hópi full­trúa þátt­tak­enda í verk­efninu.

Rósa Stefáns­dóttir hefur tekið að sér að stýra verk­efninu í sam­starfi við stýri­hópinn og stjórn Ver­tonet. Rósa hefur viða­mikla reynslu af vef­þróun og staf­rænni veg­ferð, var stofnandi og fram­kvæmda­stjóri Sendi­ráðsins, sér­fræðingur í staf­rænni markaðs­setningu hjá Blue Lagoon og markaðs­stjóri Verna.

Síðustu ár hefur Rósa verið sjálf­stætt starfandi við ráð­gjöf í staf­rænni fram­tíð fyrir­tækja og markaðs­setningu, auk sér á­herslu á vef­verslun og sölu á netinu. Rósa hefur unnið fyrir fjöl­mörg stór fyrir­tæki og sveitar­fé­lög gegnum tíðina og all­marga vaxtar­sprota í ís­lensku við­skipta­lífi. Hún hefur einnig reynslu af því að starfa fyrir hags­muna­sam­tök en hún var for­maður Sam­taka vef­iðnaðarins um ára­bil.

„Það er alveg ljóst að tæknin er það sem mun móta framtíðina okkar"

„Við hjá Ver­tonet erum virki­lega spenntar fyrir því að fá Rósu með okkur í lið, hún kemur inn með frá­bæra reynslu og ferskan huga hvernig við getum aukið ný­liðun kvenna í upp­lýsinga­tækni. Við hlökkum til sam­starfsins og hvert hún mun leiða verk­efnið í sam­starfi við stýri­hópinn og okkur í stjórninni“ segir Guð­rún Helga for­maður Ver­tonet.

„Ég fagna þessu verk­efni alveg stór­kost­lega, það er tími til kominn að tækni­heimurinn og at­vinnu­lífið sam­einist í kringum þetta verðuga verk­efni. Það er alveg ljóst að tæknin er það sem mun móta fram­tíðina okkar og allir hópar sam­fé­lagsins eiga að koma að því borði og hafa jöfn tæki­færi. Ég er er gríðar­lega spennt fyrir þessu starfi og hlakka til að eiga sam­starf með þessum fram­úr­skarandi ein­stak­lingum og fyrir­tækjum“ segir Rósa Stefáns­dóttir.