Innlent

Rýmingar­sala í Víði vegna gjald­þrots

Skipta­stjóri Víðis hefur á­kveðið að opna tvær verslana keðjunnar aftur til þess að bjóða við­skipta­vinum vörur á hálf­virði. Verslunin hefur verið tekin til gjald­þrota­skipta.

Öllum verslunum Víðis var lokað á föstudag. Fréttablaðið/Ernir

Skiptastjóri í þrotabúi matvörukeðjunnar Víðis hefur ákveðið að opna tvær af verslunum keðjunnar í þeim tilgangi að selja allar vörur á hálfvirði. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla en til stendur að verslunin í Garðabæ opni klukkan 16 í dag og í Skeifunni klukkan 12 á morgun.

Sjá einnig: Allar verslanir Víðis lokaðar

Eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudaginn hefur verslunum Víðis verið lokað. Lokanirnar voru sagðar koma til vegna „breytinga“ án þess að tilgreint væri hvað í þeim fælist. Verslunin hefur hins vegar verið tekin til gjaldþrotaskipta og verður nú látið reyna á hvort eitthvað fáist greitt upp í lýstar kröfur.

Hjónin Eiríkur Sigurðarson og Helga Gísladóttir opnuðu fyrstu Víðisverslunina árið 2011 í Skeifunni en keðjan starfrækti einnig verslanir við Hringbraut í Vesturbæ, Ingólfsstræti, Borgartúni og á Garðatorgi í Garðabæ. Eiríkur hefur oft verið kenndur við 10-11, sem hann stofnaði á sínum tíma, en hann seldi síðar verslanakeðjuna til Haga.

Eigendur Víðis reyndu í fyrra að finna fjárfesta til þess að kaupa allt hlutafé félagsins, líkt og greint var frá í Markaðinum í október, en ákveðið var að hætta við þau áform að sinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Allar verslanir Víðis lokaðar

Innlent

Samsett hlutfall VÍS endaði í 98,5 prósentum

Innlent

Guide to Iceland stefnir inn á gistimarkaðinn

Auglýsing

Nýjast

Ásta Þöll og Elísabet til liðs við Advania

Hagvöxtur í Kína í áratugalágmarki

Þóranna ráðin markaðsstjóri SVÞ

Í samstarf við risa?

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Auglýsing