Carbix fyrirtækið sem vinnur að niðurdælingu á koldíoxíði CO2 sem er algengasta gróðurhúsalofttegundin sem mannkynið á í högg við undirbýr nú risaverkefni hér á landi. Verkefnið nefnist Coda Terminal, eða Sódastöðin á íslensku.

Starfsemi Coda Terminal verður byggð upp í Straumsvík og þar verður tekið á móti CO2 frá ýmsum löndum og því dælt ofan í íslenskt berg til varanlegrar förgunar. Carbfix stefnir að því dæla niður 3 milljónum tonna af CO2 á ári, þegar full afköst verða komin á.

Carbfix byggir á tækni og íslensku hugviti, þar sem koldíoxíði, CO2, er fangað og því fargað í stað þess að sleppa því út í andrúmsloftið. Förgunin felst í því að CO2 er dælt djúpt niður í berglög og neðanjarðar taka við náttúrulegt ferli sem Jörðin sjálf hefur beitt í milljónir eða milljarða ára til þess að halda reglu á magni CO2 í andrúmsloftinu. Tveimur árum eftir að Carbfix hefur fangað CO2 og dælt því ofan í jörðina er það orðið að steini.

Hér má sjá brot úr viðtali Eddu Sif Pind Aradóttur framkvæmdastjóra Carbfix sem sýnt verður í heild sinni í Markaðnum á Hringbraut klukkan 19 í kvöld í opinni dagskrá.