Banda­ríska verslunar­keðjan Sears hefur óskað eftir greiðslu­stöðvun. Keðjan var eitt sinn sú stærsta sinnar tegundar í Banda­ríkjunum og rak fjölda verslana í verslunar­mið­stöðvum þar í landi. 

Sears Holdings Cor­por­ation, móður­fé­lag Sears, sendi frá sér til­kynningu um að fyrir­tækið hafi óskað eftir greiðslu­stöðvun fyrir dómi í New York. Fyrir­tækið átti að greiða lán upp á 134 milljónir í dag en það tókst ekki. 

Þá hefur fyrir­tækið lokað fjölda verslana og selt eignir til að reyna að ganga á skuldir þess, sem sagðar eru nema um fimm milljörðum dala. Fyrir­tækið mun loka allt að 142 verslunum fyrir árs­lok en áður hafði verið til­kynnt um að 46 slíkum yrði lokað í nóvember.