Innlent

Þrír nýir stjórnar­menn hjá Sam­tökum iðnaðarins

Guðrún Hafsteinsdóttir var endurkjörin formaður. Fréttablaðið/Anton Brink

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís, endurkjörin formaður með 95,90 prósent greiddra atkvæða. Guðrún verður formaður Samtaka iðnaðarins fram til Iðnþings 2020.

Alls gáfu sjö kost á sér til almennrar stjórnarsetur og var kosið um fjögur sæti. Þeir sem setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára eru Ágúst Þór Pétursson, húsasmíðameistari, Guðrún Halla Finnsdóttir, verkefnastjóri viðskiptaþróunar Norðuráls, Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri Launafls í Fjarðabyggð og Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV.

Sigurður situr áfram í stjórn en nýir stjórnarmenn eru Ágúst Þór, Guðrún Halla og Magnús Hilmar. Úr stjórn fara Katrín Pétursdóttir hjá Lýsi, Lárus Andri Jónsson hjá Rafþjónustunni og Ragnar Guðmundsson hjá Norðuráli.

Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru Árni Sigurjónsson hjá Marel, Birgir Örn Birgisson hjá Pizza-Pizza, Egill Jónsson hjá Össuri, María Bragadóttir hjá Alvogen Iceland og Valgerður Hrund Skúladóttir hjá Sensa.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Innlent

Aukinn hagnaður Júpiters

Innlent

178 milljóna króna gjaldþrot SPRON-félags

Auglýsing

Nýjast

Már: Ég bjóst síður við þessu

Fé­lag um vind­myllur í Þykkva­bæ gjald­þrota

Tölu­verð verð­lækkun á fast­eigna­markaði

Hluta­bréf í Icelandair rjúka upp í verði

Afland­skrónurnar fara hægt út

Óbreyttir stýrivextir

Auglýsing