Fjölmiðla- og athafnakonan sívinsæla Friðrika Hjördís Geirsdóttir, einnig þekkt sem Rikka, hefur sagt skilið við störf sín hjá Árvakri. Hún hefur undanfarið séð um Ferðavef mbl.is, en óljóst er hvað tekur við hjá henni núna.

Marta María Jónasdóttir sem sér um Smartland á sama vef mun taka við keflinu af Rikku og sjá einnig um Ferðavefinn, og segir Rikka hana taka við spennandi búi. í færslu sem hún birtir á Facebook. Einnig þakkar hún frábærar viðtökur við Ferðavefnum og óskar að hann og Iceland Monitor, sem hún hefur einnig séð um, fái að blómstra og þroskast áfram.

Friðrika hefur starfað á flestum sviðum fjölmiðla og var meðal annars bæði í sjónvarpi og útvarpi áður hún fór að skrifa á mbl.is. Hún starfaði jafnframt hjá Fréttablaðinu og á Gestgjafanum eftir nám á Ítalíu og stofnaði matreiðslublaðið Bístró ásamt fleirum. Lengst af vann starfaði hún sem sjónvarpskona á Stöð 2.