Markaðurinn

Ríkisútgjöld geti ekki vaxið með sama hraða áfram

Rekstur ríkisins í fyrra hefur verið gerður upp. 39 milljarðar voru í afgang.

Afgangur var af rekstri ríkisins í fyrra. Fréttablaðið/Ernir

Útgjaldavöxtur ríkisins getur til framtíðar ekki orðið eins mikill og hann hefur verið undafarin ár. Þetta er haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra á vef stjórnarráðsins. Tilefnið er uppgjör ríkisreiknings fyrir árið í fyrra. Hann hefur verið birtur af sendur Alþingi.

Samkvæmt honum voru 39 milljarðar króna afgangs af rekstri ríkisins í fyrra. Það beri vott um sterka stöðu ríkisfjármála. Fram kemur að tekjur hafi verið 783 milljarðar króna en rekstrargjöld 711 milljarðar. „Hrein fjármagnsgjöld voru neikvæð um 74 ma.kr. en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 40 ma.kr.“

Haft er eftir Bjarna að vísbendingar séu uppi um að hámarki vaxtar sé náð. Þjóðarbúskapurinn leiti nýs jafnvægis eftir miklar sveiflur undangenginna ára. „Staða ríkissjóðs er sterk og viðnámsþróttur ríkisfjármálanna hefur aukist í kjölfar markvissrar skuldalækkunar og hagvaxtar. Þrátt fyrir góða stöðu ríkissjóðs er mikilvægt að áfram verði festa og varfærni í stjórn opinberra fjármála. Útgjöld ríkisins hafa aukist nokkuð á liðnum árum í takt við bættan hag ríkissjóðs en ljóst er að útgjaldavöxturinn getur til framtíðar ekki orðið eins mikill og hann hefur verið undanfarin ár.“

Bjari talar fyrir varfærni og festu í fjármálastefnu hins opinbera. Til mikils sé að vinna til að styrkja félagslegan og efnahagslegan stöðugleika. „Í því sambandi má nefna endurskoðun á ramma peningastefnunnar auk þess sem búið hefur verið í haginn fyrir framtíðina með endurfjármögnun og uppgreiðslu skulda.“

Með ábyrgri meðferð fjármuna ríkisins skapist svigrúm til umbóta og úrbóta í þjónustu fyrir almenning og styrkja stoðir efnahagslífs og lífskjara þjóðarinnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Seðlabankinn skýri stefnu sína um inngrip

Innlent

Kaupir skulda­bréf til baka fyrir 21 milljarð króna

Innlent

Veiking krónunnar glæðir eftirspurn

Auglýsing

Nýjast

Ríkis­sjóður fær A í láns­hæfis­ein­kunn

Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í

Marel lýkur 19,5 milljarða fjármögnun

Icewear lífgar Don Cano við í verslunum sínum

Skotsilfur: Hreiðar úr stjórn Eyris Invest

Geti losað afland­skrónu­eignir að fullu

Auglýsing