Innlent

Ríkissjóður kaupir eigin skuldabréf

Ríkissjóður keypti í vikunni eigin skildabréf af Seðlabanka Íslands. Heildarkaupverð bréfanna nemur tæpum 30 milljörðum króna.

Uppgjör viðskipta fór fram í dag. Fréttablaðið/Pjetur

Ríkissjóður keypti í vikunni eigin skuldabréf af Seðlabanka Íslands upp að samtals að fjárhæð 27 milljarða króna. Um er að ræða bréf í flokknum RIKH 18 fyrir um 4,7 milljarða króna að nafnvirði og í flokknum RIKB 19 fyrir um 21,6 milljarða að nafnvirði. Fór uppgjör viðskiptana fram í dag, að því sem kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Heildarkaupverð bréfanna nemur 27,3 milljarða og eru kaupin fjármögnuð með innstæðum ríkissjóðs hjá Seðlabanka Íslands og með lækkun á almennri sjóðsstöðu.

Eftir þessi viðskipti nema heildarskuldir ríkissjóðs um 866 milljarða króna, eða sem samsvarar 32% af VLF, og er þá tekið tillit til útboðs á ríkisbréfum sem fram fór í dag. 

Hrein staða ríkissjóðs reiknuð á grundvelli laga um opinber fjármál, það er að segja þegar sjóðir og innstæður eru dregnar frá heildarskuldum, nemur eftir viðskiptin um 724 milljarða króna, eða sem nemur um 27% af VLF.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Endurnýja samning um brunavarnir

Innlent

„Yrsa er einn besti höfundur í heimi“

Dómsmál

Landsbankinn sýknaður af kröfum KSÍ

Auglýsing

Nýjast

Erlent

App­le kynnir vél­mennið Daisy til sögunnar

Erlent

Wells Far­go gert að greiða milljarðs dala sekt

Innlent

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.

Viðskipti

Milljarða yfirtaka þvert á vilja stærsta hluthafans

Hvalveiðar

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Ferðaþjónusta

Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti

Auglýsing