Innlent

Ríkissjóður kaupir eigin skuldabréf

Ríkissjóður keypti í vikunni eigin skildabréf af Seðlabanka Íslands. Heildarkaupverð bréfanna nemur tæpum 30 milljörðum króna.

Uppgjör viðskipta fór fram í dag. Fréttablaðið/Pjetur

Ríkissjóður keypti í vikunni eigin skuldabréf af Seðlabanka Íslands upp að samtals að fjárhæð 27 milljarða króna. Um er að ræða bréf í flokknum RIKH 18 fyrir um 4,7 milljarða króna að nafnvirði og í flokknum RIKB 19 fyrir um 21,6 milljarða að nafnvirði. Fór uppgjör viðskiptana fram í dag, að því sem kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Heildarkaupverð bréfanna nemur 27,3 milljarða og eru kaupin fjármögnuð með innstæðum ríkissjóðs hjá Seðlabanka Íslands og með lækkun á almennri sjóðsstöðu.

Eftir þessi viðskipti nema heildarskuldir ríkissjóðs um 866 milljarða króna, eða sem samsvarar 32% af VLF, og er þá tekið tillit til útboðs á ríkisbréfum sem fram fór í dag. 

Hrein staða ríkissjóðs reiknuð á grundvelli laga um opinber fjármál, það er að segja þegar sjóðir og innstæður eru dregnar frá heildarskuldum, nemur eftir viðskiptin um 724 milljarða króna, eða sem nemur um 27% af VLF.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Efnahagsmál

0,26% verð­hjöðnun án hús­næðis

Innlent

Verðið hækkaði hvað mest á Íslandi

Flugfélög

Launakostnaður setur mark sitt á afkomu Ryanair

Auglýsing

Nýjast

Fyrsti bjórinn sem er bruggaður úr kannabis

Erlendir sjóðir fjárfestu fyrir 420 milljónir króna í Takumi

Vilhjálmur með hálfan milljarð í eigið fé

170 milljónir farið í styrk­veitingar vegna „Brot­hættar byggðar“

Lág­gjalda­flug­fé­lögin í Evrópu sýna tennurnar

Leigusalar í mál við House of Fraser

Auglýsing