Innlent

Ríkis­sjóður fær A í láns­hæfis­ein­kunn

Háar þjóðartekjur, sterkar stofnanir, góð lífskjör og gott viðskiptaumhverfi er talið Íslandi til tekna.

Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra Íslands. Fréttablaðið/Ernir

Matsfyrirtækið Fitch hefur staðfest óbreytta lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldir í erlendum gjaldmiðli. Einkunnin er A með stöðugum horfum.

Þetta kemur fram á vef Seðlabanka Íslands. Þar segir að samkvæmt matsfyrirtækinu endurspegli einkunnin annars vegar háar þjóðartekjur, sterkar stofnanir, góð lífskjör og gott viðskiptaumhverfi og hins vegar að hagkerfið reiðir sig í miklum mæli á hrávöruútflutning og er næmt fyrir ytri áföllum auk fyrri reynslu af efnahags- og fjármálasveiflum.

Fram kemur að stöðugar horfur endurspegli að Fitch telji jafnvægi ríkja í lánshæfiseinkunninni. „Áframhaldandi styrking ytri stöðu þjóðarbúsins og aukin geta til að mæta ytri áföllum gæti leitt til hækkunar.“

Á móti geta vísbendingar um ofhitnun í hagkerfinu leitt til lækkunar, með annars í formi „víxlverkunar verðlags og launa“ og verðbólguskots og neikvæðar afleiðingar þess fyrir hið opinbera, fyrirtæki og heimili. 
„Einnig gæti mikið útflæði fjármagns sem hefði í för með sér ytra ójafnvægi og þrýsting á gengi krónunnar valdið lækkun lánshæfismatsins.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Níu­tíu þúsund króna dag­sektir á fisk­vinnslu

Innlent

Júlíus Vífill fékk tíu mánaða skilorð

Innlent

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfestir í Ankeri

Auglýsing

Nýjast

Laura Ashley lokar 40 verslunum í Bretlandi

Yfir 5 prósenta hækkun á bréfum Icelandair

Bankaráð vill frekari frest vegna Samherjamálsins

Þrjár til liðs við Samtök atvinnulífsins

Fjárfesta fyrir 6,2 milljarða króna í Alvotech

Veitinga­markaðurinn leitar jafn­vægis

Auglýsing