Skil­yrði til endur­greiðslu vegna kvik­mynda­gerðar verða þrengd og ís­lenska ríkið hættir að endur­greiða vegna spjall­þátta, skemmti­þátta og raun­veru­leika­þátta, verði laga­breytingar Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dóttur að veru­leika. Þannig verður að­eins endur­greitt fyrir leiknar kvik­myndir, leikið sjón­varps­efni og heimildar­myndir.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í frum­varps­drögum Þór­dísar Kol­brúnar sem birt voru á Sam­ráðs­gátt stjórn­valda í dag. Þar er lagt til að þau skil­yrði sem þarf að upp­fylla til þess að fá endur­greiðslu verði þrengd með það fyrir augum að laða er­lenda aðila til fram­leiðslu kvik­mynda og sjón­varps­efnis hér á landi – og þannig verði lögð aukin á­hersla á kvik­mynda­iðnaðinn á Ís­landi, líkt og það er orðað í frum­varpinu.

Endurgreiðslur vegna skemmtiþátta hafi aukist mikið

Ef af þessum breytingum verður falla út spjall­þættir, raun­veru­leika­þættir og skemmti­þættir en fram kemur í frum­varpinu að endur­greiðslur til slíkra þátta hafi aukist tölu­vert.

Jafn­framt er lagt til að þak verði sett á árs­greiðslur til ein­stakra verk­efna og að krafa verði um að öll verk­efni lúti endur­skoðun á kostnaði og að skilin milli endur­greiðslu­kerfisins og út­hlutunar úr Kvik­mynda­sjóði verði skýrari.

„Með þessum til­lögum er bæði lögð á­hersla á bætta nýtingu þeirra fjár­muna sem fara til endur­greiðslna og á lækkun heildar­upp­hæðar endur­greiðslna. Til­lögurnar miða að því að horfa í auknum mæli til upp­haf­legs mark­miðs og til­gangs laganna og gera við­eig­andi breytingar á kerfinu með það fyrir augum að gera greinina sjálf­bærari til lengri tíma,“ segir í frum­varpinu.

300 milljón króna niðurskurður

„Laga­breytingin mun gera það verkum að ein­göngu verði endur­greitt fyrir leiknar kvik­myndir, leikið sjón­varps­efni og heimildar­myndir. Laga­breytingin á ekki að hafa á­hrif á fram­leiðslu þess efnis heldur á endur­greiðslu til annars efnis sem á­ætlað er að haldi á­fram fram­leiðslu,“ segir enn fremur.

Nái á­formin ó­breytt fram að ganga munu út­gjöld vegna kvik­mynda­endur­greiðslna lækka um 300 milljónir króna. „Nettó­á­hrif á af­komu ríkis­sjóðs eru því já­kvæð og munu leiða til 300 m.kr. minnkunar á út­gjalda­ramma mál­efna­sviðs,“ segir í frum­varps­drögunum.