Íslensk stjórnvöld ætla að framlengja samning við Icelandair um lágmarks flugsamgöngur til Bandaríkjanna, fyrri samningurinn rann út í dag.

Samningurinn kveður á um að flogið verði minnst tvisvar í viku til Boston og verður líklegast í gildi næstu mánuði.

Samkvæmt upphaflega samningnum skuldbatt ríkið sig til að greiða að hámarki hundrað milljónir króna. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir í kvöldfréttum Rúv að kostnaðurinn hafi verið óverulegur og mun minna en gert var ráð fyrir í upphafi.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir að samningurinn eigi aðeins við um flug til Boston enda sé töluvert framboð á flugi til áfangastaða í Evrópu eins og staðan er núna.

Fjöldi flugferða Icelandair hafa verið felldar niður síðustu vikur enda eftirspurn eftir flugi lítil sem engin.