Ekkert verður að frekari að­komu Ís­lenskra aðal­verk­taka, ÍAV, að frá­gangi á fjöl­býlis­húsum við Kirkju­sand eftir að 105 Mið­borg rifti sam­starfs­samningi við fyrir­tækið.

Við­skipta­Mogginn greinir frá þessu í dag.

105 Mið­borg er fjár­vestinga­verk­efni í eigu líf­eyris­sjóða, trygginga­fé­laga og annarra fag­fjár­festa. ÍAV hafði reist tvö fjöl­býlis­hús á svæðinu og steypt upp um sjö þúsund fer­metra skrif­stofu­byggingu þegar samningnum var skyndi­lega rift.

Í frétt Við­skipta­Moggans kemur fram að á­stæðan sé miklar tafir við fram­kvæmdir og gallar á hús­byggingunum. Full­yrt er að ÍAV neiti að gera við nema gegn frekari greiðslum.

Hyggjast for­svars­menn verk­efnisins ljúka betr­um­bótum á verk­efninu og ganga á verk­tryggingu ÍAV sem hljóðar upp á hálfan milljarð króna.