Meira en helmingur Bandaríkjamanna segist ólíklegur til að vilja fljúga í 737 MAX flugvélum Boeing, ef marka má nýja skoðanakönnun sem unnin var af Reuters og Ipsos. Ríflega þriðjungur svarenda segist jafnframt ætla að bíða í að minnsta kosti í sex mánuði með að setjast upp í 737 MAX vél eftir að vélarnar hafa verið teknar inn í áætlanir flugfélaga á ný.

Niðurstöður skoðanakönnunarinnar voru tilkynntar í dag. Á morgun er fyrsta áætlunarflug Boeing MAX 737-þotu á fyrirhugað, en vél American Airlines mun þá taka á loft frá New York og taka stefnu á Miami. Öllum flugfarþegum American Airlines er heimilt að breyta miðanum sínum ef þeim hugnast ekki að fljúgja í 737 MAX-vél.

Allar Boeing MAX 737-þotur voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar brotlendingar véla Lion Air í október 2018 og Ethiopian Airlines í marsmánuði þar á eftir. Samkvæmt skoðanakönnunni var um 39 prósent svarenda kunnugt um þessi tvö flugslys. Af þeim sem var kunnugt um slysin vissu þrír fjórðu svarenda að Boeing væru framleiðandi vélanna.