Það reynist mörgum fyrirtækjum erfitt að hefja ferli til jafnlaunavottunar, segir Kristín Hrefna Halldórsdóttir, vörustjóri hjá Origo.

Hún segir að vinnustaðir með meira en 150 starfsmenn hafi átt vera komin með jafnlaunavottun um síðustu áramót en vinnustaðir meira en 90 starfsmenn að vera komin með vottun í lok ársins. Vinnustaðir með meira en 25 starfsmenn eigi taka upp jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu í árslok 2022.

Justly Pay er ný mannauðs- og gæðastjórnunarlausn sem Origo hefur þróað og hannað til að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að byggja upp jafnlaunakerfi sem mætir kröfum jafnlaunastaðalsins.

„Það er tímafrekt og flókið verk að búa til skjöl sem mæta kröfum jafnlaunastaðalsins. Þess vegna inniheldur Justly Pay grunn af skjölum sem mæta kröfunum en er um leið hægt að aðlaga að daglegum rekstri fyrirtækja og stofnana. Verðmætur tími mannuðsstjóra fer því ekki í að finna upp hjólið og átta sig á því hvað gæti staðið í skjölunum, heldur breyta eða aðlaga texta sem þegar er til," segir Kristín Hrefna.

Kristín Hrefna segir að þegar uppsetningarferli Justly Pay sé lokið fái viðskiptavinurinn gæðaskjöl sem hafi verið aðlöguð að hans rekstri og mæta kröfum staðalsins. „Um er að ræða jafnlaunaskjöl, vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi. Þessi aðferðafræði styttir því og einfaldar vinnuna sem almennt fer í að byggja upp grunn að jafnlaunakerfi. Þá er fyrr hægt ganga í verkefni jafnlaunakerfisins, eins og að sinna úttektum, launagreiningum eða að starfaflokka. Kerfið hjálpar fyrirtækjum að byggja upp jafnlaunakerfi og inniheldur grunn að skjölum sem mæta kröfum jafnlaunastaðalsins en er um leið hægt að aðlaga að daglegum rekstri fyrirtækja og stofnana,“ segir hún.