Innlent

Reyna aftur að selja álverið í Straumsvík

Rio Tinto hyggst setja álverið í Straumsvík í söluferli að nýju, samkvæmt heimildum Reuters.

Ríflega 45 milljóna króna tap var á rekstri álversins í Straumsvík í fyrra. Fréttablaðið/Vilhelm

Stjórnendur álrisans Rio Tinto hyggjast reyna aftur að selja álverið í Straumsvík. Þetta herma heimildir Reuters. Eru stjórnendurnir sagðir hafa ráðið franska fjárfestingarbankann Natixis sér til ráðgjafar við söluferlið.

Eignirnar sem Rio Tinto, sem er einn stærsti álframleiðandi heims, vill selja eru 53 prósenta hlutur í hollensku skautverksmiðjunni Aluminium & Chemie Rotterdam og 50 prósenta hlutur í sænsku álflúoríðverksmiðjunni Alufluor, auk álversins í Straumsvík, eftir því sem heimildir Reuters herma.

Í frétt Reuters eru umræddar eignir sagðar metnar á um 350 milljónir dala sem jafngildir um 40,6 milljörðum króna.

Norski álframleiðandinn Norsk Hydro hætti sem kunnugt er við kaupin á álverinu í Straumsvík í síðasta mánuði en félagið sagði við það tilefni að tekið hefði lengi tíma en búist var við að fá samþykki framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir kaupunum.

Heimildarmenn Reuters segja að í ljósi sterkrar stöðu Norsk Hydro á álmarkaði hafi evrópsk samkeppnisyfirvöld mögulega haft áhyggjur af kaupum norska félagsins.

Norsk Hydro gerði skuld­bind­andi til­boð um kaup á áðurnefndum eignum fyrir alls 354 milljónir dala. Tilkynnt var um tilboðið í febrúar síðastliðnum og var upphaflega gert ráð fyrir að kaupin gengu í gegn á öðrum fjórðungi þessa árs.

Álver Rio Tinto í Straumsvík tapaði tæpum 393 þúsund dölum eða sem jafngildir 46 milljónum króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi félagsins. Afkoman batnaði á milli ára, þrátt fyrir taprekstur, en álverið skilaði tapi upp á 34 milljónir dala árið 2016. 

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um 21 prósent það sem af er þessu ári, að sögn Reuters.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Krónan ekki veikari í meira en tvö ár

Innlent

Samþykkir kaupin á CP Reykjavík

Innlent

Afkoma Origo betri en áætlað var

Auglýsing

Nýjast

Vilja reka Zucker­berg úr stóli stjórnar­for­manns

Vá­­­trygginga­­fé­lögin styrkja hjarta­deild um 18 milljónir

Sjóðsfélagar njóta forgangs við úthlutun íbúða

Aldrei erfiðara að kaupa fyrstu eign

Að geta talað allan daginn hentar vel

Lítil virkni háir hluta­bréfa­markaðinum

Auglýsing