Samningur á milli Icepharma og vel­ferðar­sviðs Reykja­víkur­borgar um þjónustu á sjálf­virkum lyfja­skömmturum í heima­hús var endur­nýjaður á dögunum og hefur hann nú verið fram­lengdur til næstu tveggja ára.

Sjálf­virku lyfja­skammtararnir frá finnska fyrir­tækinu E­vondos, sem Icepharma er í for­svari fyrir hér á landi, munu þannig á­fram þjóna í­búum Reykja­víkur­borgar sem búa heima og þurfa að­stoð og eftir­fylgni við lyfja­inn­töku.

Á tíma­bilinu verða sam­tals um tvö hundruð sjálf­virkir lyfja­skammtarar í notkun hjá Reykja­víkur­borg. Vel­ferðar­svið Reykja­víkur­borgar mun annast mót­töku og dreifingu á lyfja­skömmturunum til not­enda og mun Icepharma styðja við inn­leiðingu og þjónustu á lyfja­skömmturunum, í­búum og starfs­fólki vel­ferðar­sviðs til heilla.

Í lyfja­skammtarann eru settar hefð­bundnar lyfja­rúllur og les tækið þær upp­lýsingar sem fram koma á hverjum lyfja­poka og skammtar réttum lyfjum á réttum tíma. Lyfja­skammtarinn er með bæði texta- og radd­leið­beiningum á ís­lensku.

Hægt er að senda per­sónu­leg skila­boð inn í lyfja­skammtarann, til dæmis til að minna við­komandi á að hann þurfi að nærast eða drekka á á­kveðnum tímum eða að við­komandi eigi von á heima­vitjun. Einnig er hægt að spyrja um líðan sem ein­stak­lingurinn svarar síðan í gegnum lyfja­skammtarann og ef ein­stak­lingur gleymir að taka lyfin innan á­kveðins tíma koma skila­boð eða við­varanir í mið­lægt kerfi svo heima­þjónustan getur brugðist strax við.