Reykjavík er dýrasta ferðamannaborg Evrópu samkvæmt árlegri verðkönnun bresku póstþjónustunar. Samkvæmt útektinni kostar helgi í höfuðborginni um 463 pund eða rétt tæpar 72 þúsund krónur.

Breska póstþjónustan tekur á hverju ári saman kostnaðinn við að eyða einni helgi í tilteknum borgum í Evrópu. Reiknað er saman nokkrir þættir sem endurspegja verðið húsnæði, samgöngum og fæði ásamt aðsókn í helstu söfn.

Sjá einnig: „Ná­kvæm­lega ekkert sem rétt­lætir þessa verð­lagningu“

Ódýrasta borgin þetta árið ef höfuðborg Litháen, Vilnius, en borgaryfirvöld hafa lagt mikið upp úr því að fá til sín ferðamenn. Fóru þau nýverið í nokkuð kynningaherferð fyrir borgina sem vakti mikla athygli, en þar er borgin markaðssett sem G-blettur Evrópu. „Engin veit hvar hún er, en þegar þú finnur hana er hún frábær,“ segir slagorð kynningarherferðarinnar.

Kostnaðurinn við að gera nokkurnveginn það sama í Vilnius reiknast póstþjónustunni bresku til að kosti tæplega 50 þúsund krónum minna en í Reykjavík, eða um 23 þúsund krónur.

Sjá einnig: Jafn­­dýrt að fara á á­gætan veitinga­­stað og á Subway

Borið saman við Amsterdam, sem er næstdýrasta borgin í úttektinni, er lifnaðarkostnaður (e. cost of living) mun hærri í Reykjavík. Hins vegar er gistingin í Amsterdam nokkuð dýrari en hér heima. Á eftir Amsterdam kemur Osló og Helsinki og þar á eftir Kaupmannahöfn. Norðurlöndin eiga því fjórar af fimm dýrustu borgum Evrópu. Kostnaðurnn er nokkuð sambærilegur fyrir þessar fjórar Norðurlandaborgir, þótt Reykjavík sé sannarlega dýrust þeirra.

Hér er hægt að nálgast úttektina í heild sinni.

Fimm dýrustu borgirnar samkvæmt úttektinni:

Borg Kostnaður í krónum
1. Reykjavík - 71.936 kr 
2. Amsterdam - 69.087 kr 
3. Osló - 69.058 kr 
4. Helsinki - 68.412 kr 
5. Kaupmannahöfn - 63.951 kr

Fimm ódýrustu borgirnar:

1. Vilnius - 22.913 kr 
2. Belgrad - 23.569 kr 
3. Varsjá 24.934 kr 
4. Istanbúl 25.942 kr 
5. Búkarest - 26.084 kr