Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Áður höfðu allir bæjarfulltrúar í Hafnarfirði og Grindavík samþykkt umsókn um framkvæmdaleyfi. Nú er beðið eftir því að Vogar ljúki sinni umfjöllun svo þetta mikilvæga verkefni komist í framkvæmd. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsneti.

Um er að ræða nýja 34 km langa flutningslínu á milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir á þessu ári.

Að loknu nýju umhverfismati var ákveðið að mæla áfram með lagningu loftlínu að mestu með fram Suðurnesjalínu 1 og var sótt um framkvæmdaleyfi á þeim grunni. „Við hjá Landsneti höfum í mörg ár bent á mikilvægi þess að ráðast í framkvæmdir til að bæta raforkuöryggi á Suðurnesjum. Það er ánægjulegt að sjá málið þokast áfram,“ segir Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs.

Að loknu nýju umhverfismati var ákveðið að mæla áfram með lagningu loftlínu að mestu með fram Suðurnesjalínu 1 og var sótt um framkvæmdaleyfi á þeim grunni. „Við hjá Landsneti höfum í mörg ár bent á mikilvægi þess að ráðast í framkvæmdir til að bæta raforkuöryggi á Suðurnesjum. Það er ánægjulegt að sjá málið þokast áfram,“ segir Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs.

Mikill styr hefur staðið um lagningu Suðurnesjalínu 2 allt frá árinu 2013. Landsnet fékk heimild Orkustofnunar til lagningu línunnar fyrir um sjö árum síðan með þeim tilmælum að semja þyrfti við landeigendur á svæðinu. Ef samningar næðust ekki, skyldi gert eignarnám. Á sama tíma var uppi þrýstingur frá náttúruverndarsinnum að línan skyldi lögð í jörðu, en slík lína er talsvert dýrari en loftlína.