Ás­mundur Helga­son, einn eig­enda veitinga­staðarins Gráa kattarins á Hverfis­götu, fer hörðum orðum um tafir á fram­kvæmdum við Hverfis­götu og upp­lýsinga­skorts Reykja­víkur­borgar vegna fram­kvæmdanna í ein­lægri færslu á Face­book þar sem hann meðal annars tjáir sig um rekstur staðarins.

Í færslunni rifjar Ás­mundur upp að fram­kvæmdir hafi átt að klárast í kringum menningar­nótt en sé enn ekki lokið. Út­lit sé fyrir að fram­kvæmda­tíminn lengist því um hundrað prósent, eins og Ás­mundur segir og fari úr þremur mánuðum í sex mánuði.

„En á­hrifin eru ekki ó­skiljan­leg. Fjórir veitinga­staðir farnir á hausinn við þennan spotta Hverfis­götunnar og staðurinn okkar Ellu, Grái kötturinn, rétt lafir. Upp­safnaður tap­rekstur frá því í sumar eykst með hverri vikunni, með hverri vikunni sem verkið tefst,“ skrifar Ás­mundur.

Allar upp­lýsingar reynst rangar

Hann segir allar upp­lýsingar um fram­kvæmda­tíma hafa reynst rangar. Borgar­stjóri hafi sagt í ágúst að verkið myndi klárast í septem­ber. Þá hafi upp­lýsingar frá borginni í septem­ber um að verkið myndi klárast í októ­ber líka reynst rangar.

„Hvernig má það vera að verk­kaupinn hefur í raun enga hug­mynd um hversu langan tíma tekur að klára svona verk? Verk­hlutar sem eiga að gerast í „næstu viku“, gerast þrem til fjórum vikum síðar. Allar upp­lýsingar um tíma hafa reynst rangar. Líka þær um hvað átti að gerast eftir há­degið í gær. Þá átti að byrja að hellu­leggja norðan megin - en ekkert gerðist.“

Ás­mundur segir verk­takann vanda sig lítið við að greiða að­gang að Gráa kettinum og hafi meðal annars sett upp skilti þar sem stendur LOKAÐ en vilji meina að það eigi einungis við bíla­um­ferð. Eig­endur þurfi sjálfir að færa grind­verk um helgar til að fólk komist á staðinn.

Klúðrið hljóti að kalla á tafa­bætur

Borgar­full­trúinn sem er for­maður skipu­lags­ráðs svarar ekki tölvu­póstum, sem fyrr, og firrir sig þannig allri á­byrgð. Því spyr ég hana hér; Sigur­borg Ósk Haralds­dóttir, hefur borgin tekið af­stöðu til þess að greiða okkur bætur vegna hinna miklu tafa sem hafa verið við fram­kvæmdir á neðri hluta Hverfis­götu?

„Þetta klúður hlýtur að kalla á tafa­bætur til handa borginni frá verk­taka og ég spyr, hver fær þær bætur? Hefur borgin orðið fyrir skaða vegna tafa á verkinu? Svarið er lík­lega nei, en við sem rekum lítil fyrir­tæki við götuna höfum orðið fyrir miklu tjóni.“

Ás­mundur segir að það sé merki­legt hvað borgin virðist standa illa að þessu verki. Það hafi verið boðið út 3. apríl og til­boð opnuð 23. apríl. Þremur vikum síðar hafi lægst­bjóðandi átt að byrja verkið.

„Átti sem sagt að vera til­búinn með mann­skap á þeim tíma. Þetta er upp­skrift að töfum, verk­taki getur ekki verið full­mannaður í þeirri von og óvon að fá verkið. Af hverju var verkið ekki boðið út t.d. í febrúar? Af hverju fengum við sem störfum við götuna ekki að vita af þessu fyrr en viku fyrir fram­kvæmdir?“

Skýringar á töfum ekki trú­verðugar

Í lok færslunnar spyr Ás­mundur af hverju þessar tafir stafi. Hann segir að þær skýringar sem hafi fengist á töfunum séu ekki trú­verðugar. Hann minnir í lokin á að allir séu vel­komnir á Gráa köttinn.

„Það er verið að færa þennan hluta Hverfis­götunnar í sama búning og efri hlutann, þannig að allir verk­þættir eru þekktir. Þær skýringar sem hafa komið fram á töfum eru ekki trú­verðugar. Það að það hafi verið klöpp undir götunni getur t.d. varla komið á ó­vart.

Nafnið Klappar­stígur (sem er þarna rétt ofar) ætti að gefa vís­bendingu. Það að eitt­hvað eitt rör hafi ekki fundist skýrir ekki þriggja mánaða töf. Við sem verðum fyrir tjóni á hverjum degi höfum ekki fengið neinar skýringar, sem við getum trúað á, töfunum. Við höfum hins vegar séð hve fá­mennur hópur vann við verkið í sumar og fjöl­marga daga var hrein­lega enginn að vinna í verkinu.“