Innlent

Rekinn frá Lava: „Uppsögnin kom mér mjög á óvart“

Ásbjörn hefur tekið þátt í uppbyggingu Lava undanfarin fjögur ár og að sögn gefið sig allan í verkefnið. Uppsögnin kemur því nokkuð á óvart.

Ásbjörn Björgvinssyni fékk tilkynningu um uppsögn sína hjá Lava á föstudaginn en hann hefur verið í forsvari fyrir miðstöðina á Hvolsvelli síðustu ár. Mynd/Úr einkasafni

Ásbirni Björgvinssyni, markaðs og sölustjóri hjá Lava, eldfjallamiðstöðinni á Hvolsvelli, hefur verið sagt upp störfum. Ásbjörn hefur tekið þátt í uppbyggingu Lava undanfarin fjögur ár og að sögn gefið sig allan í verkefnið. Uppsögnin kemur því nokkuð á óvart.

„Já, uppsögnin kom mér mjög á óvart enda mikilvægt að halda áfram að kynna, markaðssetja, selja og koma Lava á framfæri við erlenda og innlenda ferðasala og almenning líka á komandi mánuðum og árum. Stjórn Lava metur það svo að nú sé uppbyggingu Lava lokið og því þurfi þeir ekki lengur á mínum starfskröfum að halda“, segir Ásbjörn um leið og hann segist vera sár yfir uppsögninni, og fá ekki að leiða „barnið“ sitt áfram inn í framtíðina. 

Lava Eldfjallamiðstöðin er staðsett rétt við Hvolsvöll þar sem mikið af erlendum ferðamönnum koma daglega til að skoða eldfjallasýninguna þar, auk Íslendinga. Ljósmynd/LAVA Eldfjallamiðstöð

„Ég fer nú að leita mér að nýjum spennandi verkefnum og veit að eitthvað gott mun gerast því það er best að horfa alltaf björtum augum á framtíðina og þakka fyrir það sem liðið er,“ segir Ásbjörn enn fremur.

Eigendur Lava eru ITF, Iceland Tourism Fund, Stemma, Eimskipafélagið, Kynnisferðir, Norðurflug og Þingvangur. Stjórnarformaður er Ólafur Jóhannsson hjá Landsbréfum en Bárður Örn Gunnarsson er framkvæmdastjóri Lava.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Fé­lags­bú­staðir gefa út sam­fé­lags­skulda­bréf

Innlent

Sumir telji að Icelandair sitji eitt að markaðnum

Innlent

Krist­rún Tinna ráðin til Ís­lands­banka

Auglýsing

Nýjast

Við­ræðurnar loka­til­raun til að bjarga WOW

Icelandair Group hækkar um meira en fjórðung

Icelandair Group hefur viðræður við WOW air

Tekjur Isavia jukust um tíu prósent á milli ára

Nær helmingur við­skipta­krafna ISAVIA er gjald­fallinn

Ingi­mundur lætur af for­mennsku ISAVIA

Auglýsing