Innlent

Reiðufé í umferð jókst um tæp 10 prósent

Fjárhæð seðla og myntar í umferð hefur vaxið nokkuð að nafnvirði þótt reiðufjárnotkun hér á landi er enn með því minnsta sem þekkist í heiminum.

Fréttablaðið/Stefán

Reiðufé í umferð hefur aukist um hátt í tíu prósent að nafnvirði á undanförnum tólf mánuðum. Engu að síður er reiðufjárnotkun hér á landi enn með minnsta móti í samanburði við önnur lönd. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýju riti Seðlabanka Íslands um fjármálainnviði sem kom út í morgun.

Í ritinu er rakið að hlutfall reiðufjár í umferð af vergri landsframleiðslu hafi lengi verið um 1 prósent hér á landi en i kjölfar fjármálahrunsins 2008 hafi hlutfallið hækkað og frá árinu 2010 hafi það verið á bilinu 2,1 til 2,4 prósent. Til samanburðar er hlutfallið hátt í 11 prósent á evrusvæðinu.

Fram kemur í riti Seðlabankans að í lok síðasta árs hafi seðlar og mynt í umferð verið um 60 milljarðar króna. Ef seðlum í umferð væri dreift jafnt á alla Íslendinga kæmu um 180 þúsund krónur í hlut hvers og eins en ef sama væri gert með mynt í umferð væri hlutur hvers um 11 þúsund krónur.

Tekið er fram að margir Íslendingar beri lítið eða ekkert reiðufé á sér. Þannig hafi skoðanakönnun sem gerð var fyrir Seðlabankann fyrir fáeinum árum leitt í ljós að svarendur áttu um 16 þúsund krónur í reiðufé að jafnaði.

Nokkurt magn liggur óhreyft

Seðlabankinn segir því vísbendingar um að nokkurt magn af seðlum sé ekki notað til reglulegra viðskipta, heldur liggi hugsanlega lítið hreyft hjá eigendum sínum. Þá sé sennilegt að nokkurt magn af íslenskri mynt sé í raun týnt. Ekki er auðvelt að áætla, að sögn Seðlabankans, hversu mikið reiðufé í umferð er notað til viðskipta og hversu mikið liggur í dvala hjá handhöfum þess.

Í ritinu segir að reiðufé í umferð hafi aukist um 9,4 prósent að nafnvirði á síðasta ári í kjölfar 12,7 prósenta vaxtar árið áður. Í lok aprílmánaðar var reiðufé í umferð utan Seðlabankans og innlánsstofnana 57,3 milljarðar króna og hafði aukist um 9,6 prósent á tólf mánuðum.

Í lok maí var verðmeti útgefinna seðla 61,8 milljarðar króna. Samsetning seðlanna breytist lítið á milli mánaða en tilhneigingin er sú að hlutur verðmeiri seðla aukist á kostnað hinna verðminni, að sögn bankans.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hækka verð­mat sitt á Skeljungi lítil­lega

Innlent

Hall­dór Brynjar í eig­enda­hóp LOGOS

Auglýsing

Nýjast

Minni eignir í stýringu BlackRock

Hlutabréf í Icelandair hækka um 3,4 prósent

Verðbólga ekki lægri í Bretlandi í tvö ár

Vofa góðra stjórnarhátta

Bjóða allt að 20 milljarða í Icelandair Hotels

Eaton Vance dregur saman seglin á Íslandi

Auglýsing