Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 4 prósent í nóvember samkvæmt nýjum tölum á vef Seðlabanka Íslands. 

Vísitala raungengis íslensku krónunnar á mælikvarða hlutfallslegs verðlags er 11,9 prósentum lægra en í sama mánuði árið áður.

Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 138 milljónum evra, jafnvirði 19,3 milljarða í nóvember. Hlutur Seðlabankans var 4,4 prósent af veltu mánaðar. Meðalgengi evru styrktist um 4,0 prósent milli mánaða gagnvart krónu.

Veltan hefur dregist saman með haustinu en hún nam 234 milljónum evra í september og 207 milljónum evra í október.

Engin velta var á millibankamarkaði með krónur í nóvember 2018 eins og í fyrri mánuði.