Innlent

Raun­gengið lækkaði um fjögur prósent

Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri hefur dregist saman með haustinu.

Krónan hefur veikst gagnvart helstu viðskiptagjaldmiðlum sínum. Fréttablaðið/Valli

Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 4 prósent í nóvember samkvæmt nýjum tölum á vef Seðlabanka Íslands. 

Vísitala raungengis íslensku krónunnar á mælikvarða hlutfallslegs verðlags er 11,9 prósentum lægra en í sama mánuði árið áður.

Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 138 milljónum evra, jafnvirði 19,3 milljarða í nóvember. Hlutur Seðlabankans var 4,4 prósent af veltu mánaðar. Meðalgengi evru styrktist um 4,0 prósent milli mánaða gagnvart krónu.

Veltan hefur dregist saman með haustinu en hún nam 234 milljónum evra í september og 207 milljónum evra í október.

Engin velta var á millibankamarkaði með krónur í nóvember 2018 eins og í fyrri mánuði. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ríkis­sjóður fær A í láns­hæfis­ein­kunn

Innlent

Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í

Innlent

Marel lýkur 19,5 milljarða fjármögnun

Auglýsing

Nýjast

Icewear lífgar Don Cano við í verslunum sínum

Skotsilfur: Hreiðar úr stjórn Eyris Invest

Geti losað afland­skrónu­eignir að fullu

Bakka­varar­bræður flytja fé­lag úr landi

Hagvöxtur 2,6 prósent á þriðja fjórðungi

Örn Al­freðs­son ráðinn fram­kvæmda­stjóri hjá Origo

Auglýsing