Innlent

Raun­gengið lækkaði um fjögur prósent

Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri hefur dregist saman með haustinu.

Krónan hefur veikst gagnvart helstu viðskiptagjaldmiðlum sínum. Fréttablaðið/Valli

Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 4 prósent í nóvember samkvæmt nýjum tölum á vef Seðlabanka Íslands. 

Vísitala raungengis íslensku krónunnar á mælikvarða hlutfallslegs verðlags er 11,9 prósentum lægra en í sama mánuði árið áður.

Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 138 milljónum evra, jafnvirði 19,3 milljarða í nóvember. Hlutur Seðlabankans var 4,4 prósent af veltu mánaðar. Meðalgengi evru styrktist um 4,0 prósent milli mánaða gagnvart krónu.

Veltan hefur dregist saman með haustinu en hún nam 234 milljónum evra í september og 207 milljónum evra í október.

Engin velta var á millibankamarkaði með krónur í nóvember 2018 eins og í fyrri mánuði. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Innlent

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Innlent

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

Auglýsing