Markaðurinn

Rannsaka frekar kaup N1 á Festi

Samkeppniseftirlitið vill rannsaka frekar kaup olíufélagsins N1 á Festi. Gert er ráð fyrir að niðurstaða eftirlitsins liggi fyrir um miðjan næsta mánuð.

Festi rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar. Fréttablaðið/Ernir

Samkeppniseftirlitið telur ekki heppilegt að svo stöddu að ganga til sáttaviðræðna við olíufélagið N1 vegna kaupa félagsins á smásölufélaginu Festi, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og ELKO. Eftirlitsstofnunin telur ástæðu til þess að rannsaka kaupin frekar að teknu tilliti til framkominna athugasemda N1, að því er fram kom í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar í dag.

Gert er ráð fyrir að niðurstöður eftirlitsins liggi fyrir í síðasta lagi 18. apríl næstkomandi. Gangi viðskiptin eftir er búist við því að þeim ljúki í lok annars ársfjórðungs.

Skrifað var undir samning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í Festi, sem er næst stærsta smásölufyrirtæki landsins, síðasta haust. Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins sem hefur haft samkeppnisleg áhrif kaupanna til rannsóknar.

Samkvæmt kaupsamningnum er heildarvirði Festi 37,9 milljarðar króna sem verður greitt annars vegar með rúmlega 78 milljónum hluta í N1 á genginu 115, eða sem nemur 8.750 milljónum króna, og hins vegar með lántöku. 

Í tilkynningu N1 er rakið að félaginu hafi borist andmælaskjal frá Samkeppniseftirlitinu þann 24. febrúar síðastliðinn, en þar kom fram sú frumniðurstaða eftirlitsins að kaupin röskuðu samkeppni og yrðu ekki samþykkt án skilyrða.

Stjórnendur olíufélagsins lýstu sig ósammála mati Samkeppniseftirlitsins og komu athugasemdum sínum á framfæri. Samhliða var óskað eftir sáttaviðræðum og settar fram hugmyndir að skilyrðum. 

Samkeppniseftirlitið tilkynnti félaginu hins vegar í dag að stofnunin teldi ástæðu til þess að rannsaka málið frekar, líkt og áður sagði. Munu því ekki fara fram sáttaviðræður að sinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Íslensk verðbréf kaupa Viðskiptahúsið

Innlent

Icelandair hækkar í fyrstu viðskiptum

Innlent

Ásett fer­metra­verð ný­bygginga hækkað í borginni

Auglýsing

Nýjast

Mun líklegri til að skilja við maka en skipta um banka

Hvítbókin: Ríkið selji í bönkunum

SFS segir alvarlegt að Ágúst fari rangt með mál

Hagkerfið tapar milljörðum á umferðartöfum

Seðlabankinn skýri stefnu sína um inngrip

Kaupir skulda­bréf til baka fyrir 21 milljarð króna

Auglýsing